Skírnir - 01.12.1907, Síða 23
Steplian G. Stephansson.
311
Mikil undur! — Vegur frá vömbinni upp í hjarta-
hólf? Getur það átt sér stað? Því er nú ver og miður.
Sú leið er margfa-rin og er hún megin-breið þjóðgata í
sumum löndum.
En Stephan er einrænn, og er honum aldrei ant um
að berast með fjöldanum. Hann þekkir einstigin og veit
hvað það er, að vera einliði á eyðiströnd vorsins. Hann
veit hvað hann segir í þessari vísu:
Sannleiks hlut á heimalönd
hugans dróstu mikinn,
og um vorsins eyðiströnd
áttu handarvikin.
Þessi framanskráða vísa greti eins vel verið um hann
eins og einhvern annan. Og honum er kunnugt um fögn-
uðinn, sem þeim manni er gefinn, sem fer einn og nær
landi. Þess vegna spyr hann — og þyrfti þó ekki að
spyr ja:
Varð sú einför yndissnauð,
alt meðan svaf til baka,
yfir lofts og lagar auð
lifa einn og vaka?
Utar stormi og öldugang’
eiga stefnu vísa,
unz um djúpið flaut í fang
fyrsta morgun-l/sa?
Skeyta ei’ hvar að strönd var styzt,
stika nótt og sæinn
undir höfn við heimskaut yzt,
heiðríkjuna og daginn?
En hitt er lionum Ijóst, að sá, sem siglir djarft og
fer fáliðaður, á alt sitt á liættu og kemst stundum í
krappan:
»Bezti vilji vogaðs manns
verður afturreka«.
Stundum farast þeir, sem sigla þann sjó: