Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 24

Skírnir - 01.12.1907, Page 24
312 Stephan Gr. Stephansson. Lítil undur eru það óvænt, þeim sem skilur, þó um síðir sækong að sverfi manndráps-bylur. Stephan segir ennfremur: Mínu eðli er engin nyt eilíft logn aS hreppum. Mér hefir vaxið megn og vit mest í þrauta-kreppum. Þessar vísur eru teknar úr síðasta kvæði Stephans, sem eg hefi séð. Hver þeirra er nægt efni i heila ritgerð. Ég get ekki íylgt skáldkonunginum lengra en þangað, sem hann er nú kominn. Ég er því miður enginn spá- maður, og veit ekki óorðna hluti. En ég get stokkið f r a m f y r i r öll sýnishornin, sem liér eru handleikin og bent á það kvæði, sem ég hygg vera elzt allra kvæða höfundarins, sem verulega kveður að. Það kvæði er L æ k u r i n n, gert 1883. Það er alt vel kveðið. En þó eru þær vís- urnar beztar, sem lýsa umbrota-anda skáldsins, sem þá er nývaknaður — ef að líkindum lætur: En lækur, eg skil þig, og veit hverju veldur aS vorhlákan snart þig, því óx þú svo mikiS; í gær leysti snjóa úr hh'Sum, og heldur varð hl/rra og rauSara sólgeisla blikið, og fornmælin segja það byltingar boSa, ef bjartviðris sól skín með dreyrgum roða. Og ísinn og fönnin lót fjötrana slakiia, og frjálslegri svip báru dalir og hólar, og S u S r i dró andann sem væri hann að vakna og vindbólstrar steyptu-á sig gullhjálmi sólar; um veSranna heim braust uppreisnar andi, sem eldrauðan bjarma á vestrið þandi.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.