Skírnir - 01.12.1907, Síða 29
Jónas Hallgrímsson.
317
Hví und úfnum
öldubakka
sjónir indælar
seinkar þú aS fela,
blíða Ijós !
Allir kannast við kvæðið »Fýkur yfir hæðir«, og
rninnast þess hvernig — »miskunnarrík sól móti sveinin-
um 1 í t u r«.
Eg nefni þessi dæmi vegna þess að þau segja oss
nokkuð af Jónasi sjálfum; þau sýna að sólargeislarnir
eru honum eins og ástúðlegt augnráð, í Ijósinu býr líf og
andi. Skammdegið og mvrkrið hatar hnnn :
Myrkrið er manua fjandi
meiðir það líf og sál.
»Skammdegið hefir alt af lagst þungt á mig siðan
um veturinn eg lá, en jeg veit af reynslu það bráir af
mér eftir sólstöðurnar, og þá er ég aftur til í alt«, skrif-
ar hann Jóni Sigurðssyni, veturinn sem hann deyr.
Hann finnur að hann er undirorpinn sömu áhrifum ljóss-
ins eins og fuglar himinsins eða blómin á grundinni, og
þegar hann kveður til sólarinnar:
Vaktir þú fugla
og fögur blóm vaktir
söng þór að syngja,
og sætan ilm færa.
þá er auðfundið að lofgjörð hans líður honum eins létt
frá brjósti og fagnaðarsöngur fuglanna við sólar-
upprás.
Það er þá engin furða, þótt »sólarylur, blíður blær«
sé í kvæðum Jónasar, það' er engin furða þótt hann í
kvæðinu Gunnarshólmi velji einmitt þá stundina þegar:
Skein yfir landi sól á sumarvegi
og silfurbláan Eyjafjallatind
gullrauðum loga glæsti seint á degi,
«ða að hann fer að skoða Skjaldbreið þegar