Skírnir - 01.12.1907, Page 31
Jónas Hallgrímsson.
3Ii>
taka, og að hann Játi engan meðalsauð bægja sér irá
garða. — Allir kannast við kvæðin um heylóuna, um
rjúpuna, og um grátitlinginn, og finna hinn hlýja undir-
straum hluttekningarinnar með örlögum þessara smíel
ingja. Jónas finnur að það er likt á komið með honuni
og fuglinum sem var »frosinn niður við mosa«:
Feldur em eg við moldu
frosinn og má ei losast;
andi guðs á mig andi,
ugglaust muti eg þá huggast.
Guð Jónasar er kærleikans guð; andi hans er hinn
blíði blær.
Hvergi kemur hið nána samlíf við náttúruna fagur-
legar fram en í Hulduljóðum, þar setn Jónas lætur Egg-
ert Olafsson tala við blómin. Það er eins og þegar ást-
rík móðir hagræðir glókoll sínum á koddanum:
Vesaiings sóley ! sérSu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig;
hægur er dúr á daggarnótt;
dreymi þig ljósiS, sofðu rótt!
Jónasi lætur yndislega að lýsa hvíld og friði náttúr-
unnar:
Sofinn var þá fifill
fagur í haga,
mús undir mosa,
már á báru;
blæju yfir bæ
búanda lúins
dimmra drauma
dró nótt úr sjó.
Jónas er í insta eðli sínu barnsleg sál. Þess vegna
skildi hann líka Andersen svo vel, þess vegna er lýsing-
in á unglingunum í »Grasaferð« eins unaðsleg og hún er.
Eg efast um að síðan hafi verið ritað sögukorn á íslenzku
er standi því jafnfætis eða taki þvi fram, svo næmum
fingrum heíir Jónas þar rakið viðkvæmustu og smágjörv-