Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 48

Skírnir - 01.12.1907, Page 48
:336 Yöluspá. fulls, þ. e. hún er gleypt af úlflnum, »tungls tjúgara« í .39. v.); eldur og reykur geisar og bálið leikur við himin- inn; þá er alt búið; alt yflrborð jarðarinnar þ. e. Miðgarðs, bústaður goða. og manna, er brent til ösku. Þar með er hinni sifeldu baráttu lokið milli goða og jötna, sem hófst með komu þursameyjanna. Af kvæðinu sjálfu sést ekki, hvern höf. heflr talið upphafsmann eldsins, en þó verður helzt að álíta, að það sé Surtur, sbr. 512- Þó er það eng- an veginn víst. En annað atriði er í þessu máli miklu merkara, og það er Surtur sjálfur og afdrif hans. Varla getur það verið vafamál, að höf. telur alla jötna gjörfallna; ef svo liefði ekki verið, hefði hugsunaráframhaldið orðið nauðsynlega sama og áður, að hin nýja kynslóð goða og manna hefði aftur fengið jötna að óvinum, og þá hefði alt hið sama tekið sig upp aftur; en það er einmitt það, sem e k k i verður. I hinu nýja ríki eru engir fjandmenn En þar af sýnist leiða með nauðsynlegu hugsunaráfram- haldi, að Surtur hafl líka látið líf sitt í eldinum, eða á •einhvern hátt mist það. En um það þegja allar heimildir. Annars er lítið við þessar vísur að athuga. En vert er að menn taki eftir mótsetningunni, sem liggur í orðun- um b j a r t r (Freyr) at S u r t i (þeim svarta). Þar sem í .55. v. stendur, að »allir menn ryðji heimstöð«, verður að leggja sérstaka áherzlu á allir, vegna þess, að í 51. v. ■ er þegar búið að tala um »hali«, þ. e. nokkra menn. Nú þegar Þór fellur, er öll vörn manna biluð og farin; en þar í var öll starfsemi Þórs falin að verja menn (og goð) mót jötnum. Níðs ókvíðinn (ekki: ó k v i ð n u m, ;sem hdr. hafa) verður að lesa. Það er Þór, sem þarf ekki að kvíða lasti komandi alda; hann heflr gengið vel fram og sigrað að vanda, en reyndar um leið hlotið banamein- ið. E i m i (i 56. v.) gæti bæði merkt eld og reyk; ef •eldsmerkingin er tekin, ætti betur við að lesa: v i ð a 1 d r- n a r a (eins og annað hdr. heflr); og er þá vísuorðin svo ,að skilja: bál geisar við bál, hvert bálið geisar við ann- ,að (Konr. Gíslason).

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.