Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 57

Skírnir - 01.12.1907, Side 57
Agrip af sögu kvenréttindahreyfingarinnar. B4&- stjórn konur þeirra manna, sem gjalda skatt og eiga börn í skóla. En mjög erfltt er að neyta þessara laga vegna þess að nöfn þessara kvenna standa ekki á skattaskránum. Veturinn 1905 samþykti borgarstjórinn og bæjar- stjórnin i Torento, sem er talin miðdepill allrar mentunar í Canada, þá ákvörðun, að breyta kosningarréttarlögunum þannig, að allar giftar konur fengju kosningarrétt og kjör- gengi í sveitastjórnar- og safnaðarmálum. Kvenréttindafélögin völdu sendinefnd til að flytja málið fyrir forsætisráðherranum. Meðal þeirra voru ýms- ir af helztu mönnum Torento: borgmeistarinn, forstöðu- maður háskólans og umsjónarmaður alþýðuskólanna. Ráð- herrann tók málínu vel í fyrstu, en kvaðst þó ekki geta veitt konum meiri réttindi en þær hefðu. Það væri »æðra vald«, sem hefði afskamtað þeim stöðu þeirra, og af því yrðu ráðin ekki tekin. Um sömu mundir tók stúlka nokkur embættispróf i lögum við háskólann með ágætiseinkunn. En þegar hún vildi fá að flytja mál fyrir yfirréttinum, var henni neitað um það, því að einungis »persónur« hefðu leyfi til þess, en konur væru ekki »persónur« eftir lögunum, heldur karlmenn einir. Litlu síðar var kona ein tekin föst og sett í gæzlu- varðhald. Daginn eftir, þegar hún var kölluð fyrir lög- reglustjórann, hafði hún það til varnar sakleysi sínu, að liún væri k o n a en engin »persóna«; lögin næðu ekki til sín'1 Dómarinn spurði, hvort nokkur hefði ráðlagt henni að segja þetta. »Nei, en eg les blöðin«, svaraði hún. Hún var sýknuð, en lagastafnum breytt í »konur og per- sónur«, ogþar með fekk stúlka sú, er lögiræðisprófið hafði, að flytja mál fyrir yfirréttinum. A s t r a 1 i a. Hún lieflr gengið á undan hinum álfun- um í þvi efni að veita konum fullkomið jafnrétti við karl- menn. Það lítur svo út, sem enskumælandi þjóðirnar kunni betur að meta konur sínar í mörgum greinum en aðrar þjóðir.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.