Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1907, Side 67

Skírnir - 01.12.1907, Side 67
Agrip af sögu kvenréttindahreyfmgarinnar. 355 urlöncfum. KosningaíTétt í sveita- og safnaðamálum hafa þær haft síðan um 1366, að nokkru leyti, og nú hafa hann allar sjálfstæðar konur, giftar og ógiftar, á sama hátt og karhnenn. Konur veita þar forstöðu ýmsum æðri skólum, svo er t. d. um »Wallinska Institutet« í Stokk- hólmi; það er latínuskóli, er útskrifar kvenstúdenta. Þær standa og fyrir ýmsum atvinnugreinum, og berjast fyrir því að konur séu gerðar að umsjónarmönnum í stórum verk- smiðjum, þar sem konur og börn vinna, og sömuleiðis í skólum og kvenfangelsum. Norvegur. Eins og menn vita fengu konur í Norvegi stjórnarfarsleg réttindi 12. júní síðastl. jafnframt kosningarrétti i sveitar- og safnaðarmálum, allar sjálfstæð- ar konur giftar og ógiftar, sem greiða skatt (eða menn þeirra), af 300 krónum til sveita og 400 í bæjum. Norsk- ar konur hafa og fjölmörg önnur borgaraleg réttindi. Þær geta gengið á sömu skóla og karlmenn, tekið sömu embættispróf og komist að ýmsum embættum. Þær mega flytja mál, sitja í dómum, o. s. i'rv. Margir kvenlæknar eru í Norvegi og þykja gefast vel. Árið 1902, þegar norskar konur fengu kosningarrétt og kjörgengi í sveitar- stjórnarmálum tóku 48,402 konur þátt í kosningunum. 98 konur voru kosnar í bæjarstjórnir og sveitastjórnir og 160 konur hlutu kosningu sem aðstoðar- eða varafulltrúar. Alment var áhuginn meiri í borgum en í sveitum. Sum- staðar í borgum kusu 90% konur. Þegar Norðmenn 1905 gengu til atkvæða um alt land um að slíta sambandinu við Svíþjóð þá vildu konur líka fá að sýna sinn vilja, þótt ekki væru þær kosningabærar í þessu máli. Kjörréttarfélagið gekkst þá fyrir atkvæða- greiðslu kvenna. Á einum 14 dögum voru af konum greidd 300,000 atkvæði með þessu máli, og var stjórninni afhent atkvæðagreiðslan af stjórn »Kjörréttarlandsfélags kvenna«. D a n m ö r k. Þar hafa konur enn þá hvorki kosn- ingarrétt né kjörgengi í sveitamálum eða safnaðamálum, né heldur pólitísk réttindi. Þær hafa og eigi aðgang að 23*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.