Skírnir - 01.12.1907, Síða 68
356
Agrip af sögu kvenréttmdabreyfingarinnar.
neinum opinberum embættura ríkisins, þótt þær megi taka
embættispróf frá háskólanum, án þess að njóta þess náms-
styrks, er stúdentar fá, t. d. G-arðstyrks. Þó hafa kon-
ur fengið aðgang að ýmsum störfum, einkum á skrifstof-
um, með sömu launum og karlmenn. Þar til má helzt
telja: I stjórnardeildunum, lögfræðisstjórnardeildinni og
kirkju og kenslumáladeildinni, eru nokkrar konur skrif-
arar. Launin eru jöfn fyrir karla og konur, byrjunar-
laun 1000—1800 kr. (Hæstu laun aðstoðarmanna í stjórn-
ardeildunum eru 1900 kr.). Við ríkisskjalasafnið eru líka
konur, er gegna sömu störfum og njóta sömu launa og
eftirlauna sem karlar. Hæst laun eru 2400 kr. Konur
geta ekki orðið yflrskjalaverðir. Ein kona er skipuð af
landbúnaðarráðaneytinu sem gjaldkeri við skóggæzluem-
bættið á Fjóni.
I Kaupm.höfn gegna 114 konur störfum í þjónustu
bæjarstjórnarinnar með 800—2400 kr. launum. Þar af
hafa 43 fasta stöðu. Engin þeirra heflr þurft að segja. af
sér vegna giftingar. Til þessara embætta útheimtist ekk-
ert sérstakt nám. Eftirlaun eru jöfn fyrir karla og konur.
Danskar konur hafa á tveimur síðustu árum breytt
félögum sínum þannig, að þær hafa myndað pólitísk kjör-
réttindafélög og reyna á sama hátt og konur annarsstaðar
að vekja þekkingu og áhuga á því máli. Enn sem komið
er fara þær ekki fram á meira en almennan kosningar-
rétt og kjörgengi í öllum sveitastjórnar- og safnaðarmálum
o. þ. h., bæði fyrir giftar konur og ógiftar. Auk þess
leitast þær við að auka jafnrétti kvenna bæði lagalega og
borgaralega, og hafa komið ýmsum frumvörpum þess efnis
inn á þingið. Vonandi líður ekki á löngu, áður þær fá
kosningarrétt og kjörgengi í sveitamálum.
I s 1 a n d. Hér má fara fljótt yflr sögu, því liún er
flestum kunn. íslenzkar konur hafa haft kosningarrétt
siðan 1881 í sveita- og safnaðamálum, og sömuleiðis kjör-
gengi síðan 1902, en þó að eins ógiftar konur og ekkjur,
sem gjalda frá 4—8 kr. í útsvar, eftir því hvar það er á
landinu. Rétt til skólanáms hafa þær bæði í lærða skól-