Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 78

Skírnir - 01.12.1907, Page 78
Upptök mannkynsins. 366- liafi legið í loftinu. Sannleikurinn er sá, að slíkar ný- jungar eru vanalega gamlar. Meðan þær voru nýjar var þeim lítill gaumur gefinn; sá sem fann þær var of langt á undan sínum samtíðarmönnum. Aðeins þeir eygðu hann, sem næstir honum gengu, fáeinir menn, stundum aðeins einn. Þeir taka að sér þennan nýja sannleika, halda stundum að þeir hafi fundið hann sjálfir. Nú kem- ur nýi sannleikurinn, sem »hafði legið í loftinu«. Þeir eru oft tveir eða fleiri sem koma með hann hér um bil í einu, og veit hvorugur af öðrum. Nú vekur þessi nýjung eftirtekt og vinnur sigur að nokkru leyti eða öllu. Hún hafði ef til vill reynst þeim sem fyrstur fann hana sem eiturnaðra, er veitti honum banasár; síðari mönnum verð- ur hún oft lyngormur, sem safnar handa þeim gulli. VIII. Síðustu orðin í kaflanum hér á undan eiga nú ekki svo vel við um Lainarck og eftirmenn hans; miklu fremur hafði jeg þar í huga t. a. m. Georg Semmelweiss. En annars eru forlög framþróunarlærdómsins allgott dæmi þess sem þar var sagt, og skal þetta nú rakið lítið eitt. Maður er nefndur Charles Lyell (Læell). Hann gaf (um 1830) út bók er hann nefndi aðalatriði jarðfræðinnar, og er hann talinn einn af feðrum þeirrar vísindagreinar. Lyell snerist í móti byltingakenningunni og hjelt því fram, að svo mikilvægar sem breytingarnar á yfirborði jarðar hefðu verið, þá hefðu þær samt gjörst smátt og smátt á mjög löngum tírna. Hefðu sömu öflin sem enn starfa, komið þeim í kring hægt og hægt1). »Kemst þó hægt fari« hefði getað verið einkunnarorð jarðfræði hans. Lyell hafði kynt sér rit Lamarcks, en fjelst ekki á skoðanir hans og leitaðist við að sýna fram á að þær væru rangar. Samt sem áður hygg jeg að kenningar Lamareks um að lífteg- undirnar skajrist hægt og hægt, muni hafa átt drjúg- ‘) Nánara um þetta efni má lesa í heimspekisögu Ágústs Bjarnasonar-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.