Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 79

Skírnir - 01.12.1907, Page 79
367 Upptök mannkynsins. an. þátt í því að Lyell kom auga á þann mikilvæga sann- leika að jörðin sjálf, landslag o. s. frv. ummyndast hægt og hægt, en ekki af snögguin og gjöreyðandi byltingum. Eins og vant er að vera mun jafnvel kyrlætistrú Lyells hafa orðið fram úr hófi. Nú verður að geta tveggja ungra Englendinga, sero eins og margir aðrir, lásu rit Lvells af miklum áhuga_ Hét annar þeirra Charles Darwin, hinn Herbert Spencer. Jarðfræði Lyells var ein af helztu vísindalegu leiðarstjörn- um Darwins á hans frægu för kringum jörðina, og finst oss ekki svo undarlegt að liann var hættur að trúa á óumbreytanlegleik tegundanna þegar hann kom úr þeirri ferð. Hann var nú orðinn sannfærður um að jörðin um- breyttist smátt og smátt, en ekki með gjörbyltingum eins og Cuvier kendi, og er nú ekki ólíklegt að hann haíi far- ið, í öfuga átt þó, sömu leiðina sem jeg gat um að Lyell mundi farið hafa, og það því fremur sem hann kyntist nú líka skoðunum Lamarcks um uppruna tegundanna. Ræturnar að liinni víðfrægu bók Darwins um uppruna tegundanna liggja niður i rit Lyells og Lamarcks. Herbert Spencer kyntist skoðunum Lamarcks af riti Lyells, eins og áður var á drepið. Fanst honum mikið til um kenningar þessar og fjelst á þær í aðalatriðum þó að hann sæi Lyell hafna þeim. Hygg jeg að þar sem nú var bent á, muni vera ein aðalrótin undir heimspeki Spencers; stendur hún breitt rótum eins og Askur Yggdrasils og ber af fræðikerfum annara heimspek- inga einsog Askurinn af öðrum trjám. Aldrei hefir nein heimspeki stuðst jafn öfluglega við jörðina eins og Spencers. Það má segja um Spencer likt og sagt var um Sókrates — en þó auðvitað í nokkuð annari merkingu, annars væiji ekki vert að hafa það upp aftur — að hann liafi fyrstur leitt heimspekina af himni,. það er að segja úr þokumekki himnanna og þýzku heim- spekinnar, og fengið henni fótfestu á jörðinni. En þó stendur hún þar auðvitað ekki nema með annan totinn.. En til þess að mönnum komi ekki til hugar hin hávirðu-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.