Skírnir - 01.12.1907, Page 92
380
Erlend tíðindi.
allgott. Hann var 33 ár Svía konungur og NorSmanna, en 2^/g
Svía einna (síðan 1905). Yið ríki tólc með Svíum sonur hans elzti,
og nefnist Gustaf fimti. Hann er nœr fimtugur að aldri (f. 1858).
Með D ö n u m hefir það orðið sögulegast í haust, að uppvíst
varð um helzta ráðgjafa þeirra, Alberti, misindis-hátterni í löggæzlu
hans: lögleysu-linkind við dæmdan sorpblaðsritstjóra, sér til fylgis
af hans hendi, auk þess sem á hann voru bornar sakir um /mis-
legt stjórnargjörræði. Varð um það hörð rimma á þingi. Sagði
svo einu sinni hinn valinkunnasti særndarmaður á þingi Dana, Her-
man Trier, fyrrum fólksþingisforseti, að hann (Alberti) hefði öll þau 6
ár, er hann hefði verið við völd, haft siðspillandi áhrif á ráðuneytið,
þingið og stjórnmálaflokk þann, er hann teldist til. En kyrr sat
hann við völd alt að einu; svo vildu þeir vera láta, flokksmenn hans
(stjórnarflokkurinn) og yfirráðgjafinn; og mælist það ekki vel fyrir.