Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1907, Page 92

Skírnir - 01.12.1907, Page 92
380 Erlend tíðindi. allgott. Hann var 33 ár Svía konungur og NorSmanna, en 2^/g Svía einna (síðan 1905). Yið ríki tólc með Svíum sonur hans elzti, og nefnist Gustaf fimti. Hann er nœr fimtugur að aldri (f. 1858). Með D ö n u m hefir það orðið sögulegast í haust, að uppvíst varð um helzta ráðgjafa þeirra, Alberti, misindis-hátterni í löggæzlu hans: lögleysu-linkind við dæmdan sorpblaðsritstjóra, sér til fylgis af hans hendi, auk þess sem á hann voru bornar sakir um /mis- legt stjórnargjörræði. Varð um það hörð rimma á þingi. Sagði svo einu sinni hinn valinkunnasti særndarmaður á þingi Dana, Her- man Trier, fyrrum fólksþingisforseti, að hann (Alberti) hefði öll þau 6 ár, er hann hefði verið við völd, haft siðspillandi áhrif á ráðuneytið, þingið og stjórnmálaflokk þann, er hann teldist til. En kyrr sat hann við völd alt að einu; svo vildu þeir vera láta, flokksmenn hans (stjórnarflokkurinn) og yfirráðgjafinn; og mælist það ekki vel fyrir.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.