Skírnir - 01.12.1914, Qupperneq 5
Hefir jörðin sál?
341
hinn ólífræna heim, og svo sem rótin starfar að næringu
plöntunnar og veitir henni hald, þannig nærir og styður
hinn ólífræni heimur hinn lífræna. Eins og plöntukímið
í plöntufræinu, hefir lífskímið blundað í jarðarfræinu frá
upphafi.
Vér höfum nú séð, að eining sú og samstarf kraft-
anna er einkennir líkama vorn, á sér eigi síður stað um
líkama jarðarinnar, og skulum nú víkja að öðrum líking-
aratriðum.
Eins og líkami vor er jörðin úr föstum, fljótandi og
loftkendum efnum, í margvíslegum samböndum og flækjum.
Hún fiðast og greinist í margvíslega parta, stóra og smáa,
einfalda eða samsetta. Inst er jarðkjarninn, sem að lik-
indum er bráðinn, þá jarðskorpan, hafið, andrúmsloftið,
hinn lífræni heimur, þar i jurtarikið, dýraríkið og mann-
kynið; hvert þessara ríkja greinist aftur í einstakar verur,
jurtir, dýr og menn. Og þó er þetta í rauninni ekki að-
skilið, heldur tengt órjúfandi böndum jarðarheildarinnar.
Þá má og þýða björg og steina móti tönnum og bein-
um kvikinda að því leyti, að þessi »foldarbein« veita hin-
um hreyfanlegu hlutum jarðar hald og form er þeir fær-
ast úr stað. í aðalatriðunum eru þessar hræringar reglu-
bundnar; svo er um flóð og fjöru, aðalstrauma hafsins,
fljótanna, lofsins, um alt það er stendur i sambandi við
árstíða og dægraskiftin, um sambönd hins lífræna og hins
ólífræna, jurtaríkis og dýraríkis, og algengustu atburðina
í lifl jurta, dýra og manna; en því nánar sem vér gáum
að einstökum atriðum, því meiri fjölbreytni, frjálsræði og
breyting finnum vér.
í störfum jarðarinnar má greina stærri og minni
hringrásir og tímabil eða skeið, eins og í lífstörfum líkama
vors, en hringrásir hans og skeið eru ekki annað en grein-
ar af hringrásum og skeiðum jarðarinnar.
Eins og vér á jörðin viðskifti við umheim, er hefir
áhrif bæði á ytri hreyfingar hennar og innri störf, en hún
sýnir sjálfstaklingseðli sitt í því, hvernig hún verður við