Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1914, Side 7

Skírnir - 01.12.1914, Side 7
Hefir jörðin sál? 343 •efnaskifti vor við umhverfið eru efnabylting í Hkama jarðarinnar sjálfrar. Saga mannkynsins er að eins einn þáttur í æfisögu jarðarinnar. Vér snúumst allir um möndul fyrir utan oss, jörðin snýst um sinn eigin möndul. Vér höfum til skiftis sumar og vetur, dag og nótt, storm og logn, jörðin hefir þetta æfinlega alt í senn, hvað á sínum stað. Þá er fjölbreytni og eining í senn eitt af því sem jörðin hefir á æðra stigi en æðstu skepnur hennar. Mönn- um hættir við að lita svo á sem jörðin sé einfaldari að gerð en líkamir vorir, en menn gæta þess þá ekki, að allar lifandi verur, jurtir, dýr og menn, með allri sinni fjöl- breytni eru líffæri í líkama jarðarinnar, og það væri því jafnfjarstætt að segja að líkami jarðarinnar væri einfald- ari en vor, eins og að segja að mannslikaminn væri ekki eins fjölbreyttur og t. d. augun eða heilinn. Sé bandi með mörgum smáhnútum brugðið í einn hnút, mundi sá hnútur verða talinn fjölbreyttari, flóknari en hver smáhnútanna, af því hann felur þá í sér. Líf- verurnar eru eins og smáhnútarnir, jörðin er stóri hnút- urinn. En svo fjölbreytt sem jörðin er og hreyfingarnar í henni og á margvíslegar, svo einfaldar eru aðalhreyfing- ar hennar, snúningur um möndul sinn og gangur um sólu, og þó nægja þær til að halda við allri margbreytninni, eins og einn ás sem snýst í samsettri vél getur haldið mörgum og margvíslegum hjólum í hreyfingu. Ytri hreyf- ingar likama vors eru og rólegar í samanburði við straum- ana í taugum hans eða hreyfingar blóðkornanna í æðunum. Eins er um jörðina. Lifandi verur þróast af innræti sínu. Að vísu eru þær ekki sjálfum sér nógar. Eggið þarf t. d. hita til að klekjast út, unginn sem úr því skriður þarf og hita, loft, mat og drykk. En lífveran vinnur úr hinu aðfengna á sérkennilegan hátt, sem henni er ekki fyrirskipaður að utan, og hún svarar áhrifunum að utan með sinu móti. Jörðin er nú í því lik skepnum sínum, að liún þroskast af innræti sínu, en hún yfirgengur þær í þvi sem öðru,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.