Skírnir - 01.12.1914, Síða 21
Saga Islands.
357
en sá þriðji skifti í »bækur« fyrst, svo hverri bók í svo
og svo marga »hluta«, hverjum hluta í kapítula og hverj-
um kapítula í 1, 2 og 3 eins og sprenglærðustu Þjóðverj-
arnir gera. I þessu þyrfti að vera samræmi að mestu
leyti, þó að nokkru mætti þar vitaskuld skakka. Og þá
tel eg hiklaust heppilegast að fara meðalveginn. Hafa t.
d. kapitulaskifti einföld. Stutta kapítula með kjarnorðum
yfirskriftum. En nógur tími er að tala um þetta seinna.
IV.
En nú býst eg við að mótbárurnar séu komnar svo
fram á varirnar, að þeim verði að hleypa að. Eru vafa-
laust margir færari um að finna þær en eg. Og því
færari eru margir að svara þeim. Mótbárur eru vitan-
lega margar og miklar, en aðalmergurinn málsins er
hvort þær þurfa að ríða málinu að fullu eða ekki.
Ein mótbáran er sú, að ómögulegt væri að fá nógu
marga menn til að rita. Það er nú fyrst því að svara, að
engin ákveðin tala er nauðsynleg. Þar mætti fara eftir
efnum og ástæðum. Og jafnvel þótt mennirnir ættu að
vera 10, þá hygg eg að hörgull mundi ekki vera áþeim.
Það er gullöld á Islandi nú með ritfæra menn. Sögumenn
ágætir ganga um i hópum. Gefið þeim ákveðið tímabil
að brjóta til mergjar, og 3—8 ára frest. Það var nýlega
sagt, að íslendingar skrifuðu oflítið af bókum. Alt lenti
í stuttum ritgerðum. Og ástæðan var nefnd einskonar leti
við að leggja nema lítið á sig. Eg er viss um að þetta
er ekki rétt. Astæðan til þess hve fáir rita bækur er sú,
að menn fá þrer ekki gefnar út. Helzt að koma stuttum
ritgerðum út í tímaritum og blöðum. Höfundana mundi
áreiðanlega ekki vanta, og þá góða.
Aðaltorfæran er auðvitað fjárhagshliðin á málinu.
Og þar er eg enginn sérfræðingur. Þó er mér lítt skiljan-
legt að málið þyrfti að stranda á því. Hafa ekki bækur
Jóns Jónssonar, t. d. Oddur Sigurðsson og Skúli Magnús-
son borgað sig ? Og fleiri dæmi mætti nefna. Sagan yrði