Skírnir - 01.12.1914, Síða 22
S58
Saga íslasds.
að sjálfsögðu seld ódýrar til áskrifenda að öllu verkinu
frá byrjun. En hvað dýrt? Það er bóksalanna að sjá
það út. Ef sagan væri í 10 bindum og hvért bindi i
lausasölu 3,00 kr., en fyrir áskrifendur alt safnið 25,00
kr., og ef þessi kostnaður skiftist á 8—10 ára tíma, þá er
eg viss um að fjöldi keypti. Upplag yrði að prenta stórt.
En spá mín er sú, að ekki liði á löngu áður en sumar
bækurnar mætti prenta upp aftur. Og að líkindum yrði
þetta fyrirtæki eftir alt hreinasta »gefundenes fressen«
fyrir bóksalann, líkt og íslendinga sögur.
Þetta er nú alt uppi í loftinu hjá mér, það skal eg
játa. En er það ekki íhugunarefni fyrir þá, sem vit hafa
á ? Þyrfti vafalaust mikið peningamagn til þess að hleypa
drekanum af stokkunum. En óskiljanlegt að ekki gæfi
stóran arð með tíð og tíma.
Orðin eru til alls fyrst. Vilja nú ekki góðir menn
taka upp þessa hugmynd og lileypa undir hana þeim
stoðum, sem duga? Vilja ekki sagnameistararnir gefa
henni byr undir vængi? Vilja ekki bóksalarnir segja
okkur hvað fjármálahliðinni líður?
Eða má ske að einhver þeirra vilji hafa sem fæst orð
þar um að rita, en tali við þennan og tali við hinn, og
svo áður en nokkur veit af sé alt komið af stað. Min spá
er sú, að hans nafn mundi lengi uppi verða fyrir það
tilvik.
Magnús Jónsson.
Garöar N. Dak.