Skírnir - 01.12.1914, Side 34
370
Um ljós- og litaskynjanir.
mest á þær frumur, sem svara til rauða litarins, en sama
sem ekkert á hinar, og við skynjum þá sem rauðan lit. Geisla,
sem verka mikið á rauðu frumurnar í nethimnunni og
enn meira á þær grænu, en lítið á fjólubláu frumurnar,
skynjum við sem rauðgulan lit, o. s. frv.
Auk þeirra geisla, sem við skynjum, eru margir, sem
við ekki getum skynjað. Eru þeir djúprauðir og djúp-
fjólubláir og liggja til beggja enda litabandsins. Við sjá-
uin því ekki nema miðhluta þess. Djúprauðu geislarnir
brotna minna en rauðu geislarnir, eru hitamiklir en hafa
lítil áhrif á lífræn efni. Djúpfjólubláu geislarnir brotna
meira en aðrir ljósgeislar, þeir hafa mikil áhrif á lífræn
efni — eru t. d. þeir geislar, sem ljóslækningar Finsens
byggjast á —, en hita lítið. En þessa geisla getum við
ekki skynjað með vorum skynjunarfærum.
Ef við nú látum geislana frá glerþrístrendingnum falla
í gegnum raútt gler t. d, þá hverfa allir litirnir, nema
rauði liturinn; glerið hleypir aðeins rauðu geislunum í gegn,
við skynjum aðeins þá og köllum glerið rautt. Ef glerið
er grænt, þá sleppa grænu geislarnir í gegn, og nokkuð af
þeim rauðu, af því að græni liturinn á glerinu hefir í sér
ögn af rauðum lit. Litur gagnsærra hluta er þannig kom-
inn undir þvi, hvaða geislar komast í gegnum þá.
Ogagnsæir hlutir, sem ekki eru sjálflýsandi, eru sýnileg-
ir vegna þess, að þeir kasta aítur nokkru af því ljósi,
sem fellur á þá. Litur þeirra fer þá eftir því, hvaða geisl-
um þeir kasta aftur og hverja þeir draga í sig (éta). Sé
ógagnsær hlutur t. d. rauður, þá er það af því, að hann
kastar rauðu geislunum frá sér, en étur alla hina. Sé
hann brúnn, þá kastar hann aftur geislum af ýmsum lit-
um, sem blandaðir saman mynda brúna litinn; og því
dekkri er liturinn, sem færri geislar kastast aftur, því
ljósari, sem afturkastið er meira. Hvítur er því sá hlutur,
sem kastar aftur öllum geislum sólarljóssins, og svartan
köllum við þann hlut, sem étur þá alla. Svart er með
öðrum orðum í rauninni enginn litur. En auðvitað sýnist