Skírnir - 01.12.1914, Síða 35
Um ljós- 05 litaskynjanir.
371
oss einnig sá hlutur svartur, sem endurkastar aðeins hin-
um ósýnilegu djúprauðu og djúpfjólubláu geislum.
Litir hluta eru einnig undir því komnir hverskonar
ljós fellur á þá. I lampaljósinu eru margir rauðir og
grænir geislar og einkum margir gulir, en lítið af bláum
og fjólubláum geislum. Dimmbláir hlutir, t. d. föt, sýnast
þess vegna svört í lampaljósi, af því að í því eru svo fáir
bláir geislar. Sumir biáir litir liafa mikið í sér af græn-
um lit og þess vegna geta þeir sýnst grænleitir við lampaljós.
Ef mikið er af raka í loftinu við sólarlag eða sólar-
upprás, þá slær roða á himininn. Vatsgufan kastar flest-
um geislum aftur öðrum en þeim rauðu. Af þvi ljósi, er
fellur á jörðina, kastast mikið aftur út ígeiminn; nokkuð
af því kastast þaðan aftur, einkum bláir geislar; þess
vegna er himininn blár.
Auk Young-Helmholtz kenningarinnar var önnur kenn-
ing sett fram af Hering. Hvorug þeirra gat viðunanlega
skýrt ýms fyrirbrigði við litaskynjanir. Eitt af þeim er
litblindni. Sumir eru algerlega litblindir, en algengast er
þó, að menn geti ekki aðgreint rautt og grænt. Hvorug
kenningin gat útskýrt þessi fyrirbrigði viðunanlega. Hefir
mikið verið hugsað og ritað um þetta og kenningarnar
endurbættar á ýmsa vegu, án þess þó að vera fullnægj-
andi.
Einkum eru athuganir C. J. Burch’s merkilegar. Hann
fann, að með því að horfa á sólina gegnum litað safngler,
þá varð augað litblint fyrir þeim lit, sem glerið hafði. Ef
glerið t. d. er rautt, þá getur augað fyrst á eftir ekki
greint rautt; því sýnist þá gul blóm græn, purpurarauðir
litir fjólubláir. Ef glerið er fjólublátt, þá hverfur sú lita-
skynjun; fjólublátt sýnist þá svart, purpurarautt fagurrautt
0. s. frv. Svona má halda áfram með alla liti; litaskynj-
anirnar breytast þá eftir því, hvaða litur skynjast ekki.
Ef annað augað er litblint á purpurarautt og hitt á grænt,
þá sýnast allir hlutir með sínum eiginlegu litum, en miklu
sterkari en áður. Ef notað er litaband með mjög sterkum
litum og augað látið horfa á einhvern tiltekinn lit, þá