Skírnir - 01.12.1914, Qupperneq 38
374
[Jin ljós- og litaskynjanir.
ferð má sýna, að dúfur sjá mjög stutt út í rauða enda
litabandsins.
Um það atriði, hvenær litaskynjanir byrja hjá fuglum,
þá hefir Hesz fundið, að þær væru orðnar fullþroskaðar
hjá ungum 48 kl. stundum eftir að þeir skriðu úr egginu.
Þegar nethimna augans hjá þessum fuglum varrann-
sökuð í smásjá, fanst ráðningin á þessu. Sjóntaugin end-
ar í nethimnunni í sérstökum frumum, sem taka á móti
áhrifum ljóssins og láta þau svo berast til heilans sem
skynjun. I þessum frumum eru hjá fuglunum, sem nefnd-
ir liafa verið, olíudropar með sterkum gulum eða rauðum
lit. Allir ljósgeislar sem berast til augans, verða að fara
í gegnum þessa dropa. Fuglarnir sjá því litina í kring
um sig nokkuð likt og ma-nnsauga, sem horíir í gegnuni
rauðgult gler. Hjá náttfuglum eru þessir dropar aðeins
lítið eitt gulleitir, og þeir sjá líka hér um bil út í enda
bláa megin á litabandinu. Hesz hefir einnig með öðrum
tilraunum sýnt, að hrísgrjón með ýmsum litum, sem lit-
blindu auga á rautt og grænt mundu sýnast eins lit, eru
af hænsum tínd sundur eftir lit með hinni mestu nákvæmni.
Alment er álitið, að hæns séu blind í myrkri. Tilraunir
sýndu að svo er ekki. Hesz setti þau í mvrkraklefa og
lét svo mismunandi mikla birtu falla inn í klel'ann og fann,
að þau gátu mikið vanist myrkrinu.
Að sömu niðurstöðu komst hann með skjaldbökur. í
nethimnum þeirra eru einnig gulir eða rauðir olíudropar.
Tvídýr (amfibía) hafa enga eða lítið litaða olíudropa í net-
himnunni. Með fóðurtilraunum komst hann að þeirri nið
urstöðu, að þau sæu jafn-langt út í báða enda litabands-
ins eins og mannsaugað, og ættu nokkuð álíka hægt með
að venjast myrkri.
Þau einkenni, sem Hesz fann á Ijósskynjunum fiska,
verða skiljanlegri þegar athugað er, hvað einkenni full-
komna litblindni. Allitblindum manni sýnist litabandið
litarlaust (grátt); því ljósgrárra sem litirnir eru sterkari,
því dökkgrárra sem þeir eru ljósminni. Það er bjartast í
gulgræna og græna litnum; rauðu litírnir eru ljósmiwni