Skírnir - 01.12.1914, Síða 43
Um ljrts- og litaskynjanir.
379
heflr verið lengur í myrkri. Hesz lét ýmislega lita geisla
falla á skelflska, sem voru orðnir vanir myrkri. Augna-
bliksmyndir sýndu, að þegar rauðu geislarnir féllu á þá,
þá drógu þeir sig lítið sem ekkert inn í skelina. I gulu
ljósi nokkru meir, en þó sem litlu munaði; mest drógu
þeir sig inn i gulgrænu og grænu ljósi; í bláu ljósi minna
en í grænu, en þó miklu meira en í rauðu. Rannsóknirn-
ar sýndu einnig, að þessi dýr eru jafn-viðkvæm eða því
sem næst fyrir ljósi með sama lit en ýmsum styrkleika
eins og allitblint mannsauga. Svo viðkvæm eru þessi dýr
fyrir áhrifum Ijóssins, þó þau engin augu hafl. Hann
rannsakaði einnig, hvað þessi dýr vendust mikið myrkr-
inu, og hann fann, að dýr, sem höfðu verið 30 mínútur í
myrkri, voru 1000 sinnum viðkvæmari fyrir ljósi, en hin,
sem höfðu verið í birtunni.
Þcssar rannsóknir sýna, að aðeins litill dýraflokkur
skynjar litina á sama eða líkan hátt og vér, nefnilega
aðeins þau hryggdýr, sem anda með lungum, en öll önn-
ur dýr, sem hingað til hafa verið rannsökuð (fiskar og
lindýr), haga sér eins og þau ættu að gera, ef ljóskynj-
anir þeirra væru eins eða mjög líkar og allitblinds
manns.
Það er ekki langt síðan að sú ætlun var sett fram,
að maðurinn hefði fyrst faríð að skynja liti eftir að sögur
gerðust, og hetjur Hómers hefðu þannig verið iitblindar.
Þetta nær engri átt, því nú hefir verið sannað að jafnvel
tvídýr skynja ljósið eins vel og vér, eða því sem næst.
Fullkomin litblindni, sem til þessa heflr ekki verið
hægt að skýra, er þá ekki annað en ól'ullkomið þroskastig.
Eftirtektarverð er einnig þessi staðreynd, að þau einkenni,
sem auðkenna eðlilega sjón, þegar augað hefir vanist
myrkri, er aftur hægt að flnna hjá dýrum á mjög lágu
þroskastigi, og jafnvel hjá þeim, sem enn hafa ekki neitt
sérstakt skilningarvit.
M. Júl. Magnus,
læknir.
.. r.i----------- ;I J j- ItíA