Skírnir - 01.12.1914, Qupperneq 46
382
Bertha v. Snttner.
áttu, og yngsti sonurinn, Arthur Gundacliar, og hún trúlof-
uðust sín á milli, áður langt um leið.
Þrjú ár var Bertha v. Kinsky þarna — en þá komst
gamla barónsfrú v. Suttner á snoðir um, að eittlivað
mundi vera á seyði milli hennar og Arthurs. Hann var
þá að lesa lög, hafði enga stöðu og var auk þess 7 árum
yngri en konuefnið. Aíieiðingin af öllu þessu varð, að
Bertha v. Kinsky afréð að fara frá Vín, og fekk þá til-
boð um að verða skrifari hjá Alfred Nobel í París Hún
kvaddi því vini sína og hélt til Parísar, hrygg í huga,
Þau skrifuðust því nær daglega á, hún og systkinin v.
Suttner; og er þar skemst frá að segja, að báðum hjóna-
leysunum virtist skilnaðurinn jafn-óbærilegur. Bertha liélt
aftur til Vínarborgar, þau giftust á laun, heimsóttu rétt,
sem snöggvast móður hennar, er lagði blessun sína yfir
þau, og flýðu síðan til Kákasus; þar átti Bertha v. Suttner
megnandi vini frá fornu fari.
I Kákasus bjuggu nýgiftu hjónin i 9 ár. Þau voru
— einkum fyrstu árin — oft svo fátæk, að þau höfðu
varla til hnífs og skeiðar. En þrátt fyrir það voru þau
eins og i sjöunda himni; þau tóku hverja þá vinnu, sem
þeim bauðst; baróninn var bókhaldari fyrir verzlunareig-
endur: hann lagði ráð á um húsabyggingar; hann skrif-
aði greinar í blöð og tímarit um alt milli himins og jarð-
ar. Barónsfrúin kendi útlend mál, söng og liljóðfæraslátt,
og í frítímum sínum lásu þau saman sögu, náttúrusögu,
heimspeki og skáldrit. Þaa voru bæði fluggáfuð og höfðu
sameiginlegan áhuga á að auðga stöðugt anda sinn að
hverskonar þekkingu, og samhygð þeirra var svo mikil,
að þeim varð aldrei sundurorða eða sýndist sitt hvoru.
Til þess að ráða bót á mestu peninga-vandræðunum
fór barónsfrúinn þegar fyrstu árin að skrifa smásögur
undir dularnafninu B. Oulot. Sögum hennar var vel tek-
ið og hælt, og hún reit hverja bókina á fætur annari,
bætti það talsvert efnahaginn, og varð að auki til þess
að gömlu barónshjónin v. Suttner sættust heilum sáttum,
við hana.