Skírnir - 01.12.1914, Síða 48
£84
Bertba v. Suttner.
var sólskin og fögnuður hinn mesti, blaktandi fánar, blóm-
stráðar götur, sigurbogar. — Þá var sú Bertha v. Suttner,
er reit »Die Waffen nieder«, enn ekki vöknuð til með-
vitundar í henni.
Eftir 9 ára útlegð snéru þau hjónin aftur heim til
föðurhúsa, og var þeim þá fagnað sem bczt mátti verða.
Þau settust að í höllinni hjá gömlu barónshjónunum Sutt-
ner og lifðu eftir það í ást og eindrægni við þau, unz
þau, gömlu hjónin, dóu í hárri elli.
Fyrsta árið eftir heimkomuna voru þau ungu Suttners-
hjónin á rithöfundaþingi, er haldið var þar í Vínarborg. Um
það segir Bertha v. Suttner, að þá á fundinum hafi í fyrsta
sinn vaknað hjá sér meðvitund um og glöggur skilningur
á því, hvað samábyrgð (Solidaritet) í víðustu merkingu
væri í raun og veru. »Og þessi tilflnning«, segir hún,
»hlýtur að verða æ ríkari hjá komandi kynslóðum. Og
hún er miklu áhrifameiri og öflugri en hið fagra boðorð:
»Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig«, þvi sam-
ábyrgðartilfinningin vekur oss til meðvitundar um, að ná-
unginn er frá upphafi vega sinna samhljóða sjálfum oss.
Meðvitundin um það, að áhugamál heildarinnar samtímis
eru áhugamál hvers einstaklings — og eins á hinn bóginn,
hún gefur einstaklingnum svo aukna sjálfstilfinningu, að
hann skoðar sig sem heildina (das Oanze). Hann getur
þá ekki lengur aðgreint sjálfan sig frá heildinni*.
Það er auðsætt af þessu, að andleg þroskun hennar
stöðugt heldur áfram. Vhugi hennar á þjóðmálefnum var
þegar vaknaður — nú vakna einnig hugsjónirnar á sama
sviði. Hún er nú orðin fullþroskuð til þess að geta orðið
gagntekin af eldlegum áhuga fyrir einhverju málefni og
helgað því alla lífs og sálar krafta sína.
Og þess var ekki lengi að bíða, að hinn eldlegi áhugi
vaknaði í brjósti hennar.
Veturinn 1887 bjuggu þau í París, Bertha v. Suttner
og maður hennar. Þar heyrði hún einu sinni af hendingu,
að í Ameríku væri til félag með þeim tilgangi að starfa
að alheimsfriði. Þessi fregn kveikti eldinn í brjósti henn-