Skírnir - 01.12.1914, Qupperneq 49
Bertha v. Snttner.
385
ar. Henni varð svo mikið um að heyra þetta, að hún seg-
ir sjálf, að fregnin hafi *rafmagnað sig«.
Alla æfi sína hafði hún þráð og leitað að einhverju —
einhverju starfi, einhvcrri hugsjón — sem gæti verið að-
alatriði (»das wichtige«) fyrir hana, sem hún gæti starf-
að að með öllum þeim brennandi áhuga, sem hún fann
í sjálfri sér, öllu því sálarþreki og öllum þeim gáfum, er
henni voru í ríkulegum mæli veittar. Lengi framan af
hafði hún haldið að söngur og hljóðfærasláttur væri sér
»das wichtige«, en hún uppgötvaði þó að lokum að svo
var eigi. — En nú var hún ekki í neinum vafa lengur.
Þessi göfuga hugsjón, »alheimsfriður«, alheimsbræðralag
milli allra þjóða, hugsjón er var stórfenglegri en svo, að hún
hefði dirfst að hugsa hana, en sem var í fylsta samræmi
við hennar eigin nývöknuðu hugsjónir um samábyrgð og
einingu allra manna, þessi hugsjón var »das wichtige«,
ekki aðeins fyrir hvern þann einstakling, er var nægilega
andlega þroskaður til að geta látið sér skiljast hana, held-
ur og fyrir alt mannfélagið í heild sinni.
Og upp frá þessu ver hún öllum sínum tíma, öllu
sínu sálarþreki og öllum sínum eignum i þarfir friðar-
boðskaparins.
Arið eftir kom merkasta bók hennar, »Niður með vopn-
in», »Die Waffen nieder«. Er sú bók rituð í þeim tilgangi
að sýna, hve miklu illu óíriður getur til leiðar komið fyr-
ir íbúa þeirra landa, er berjast. Bókin er svo innileg og
náttúrleg, að flestir hafa haldið, að hún væri æfisaga
Berthu v. Suttner sjáfrar, og hún er rituð með slíkum
guðmóði, að henni hefir verið jafnað við »Uncle Toms
Cabin« sem rituð var móti þrælasölunni. Bókin vakti
afarmikla athygli og ávann höfundinum fjölda vina —
og fjölda óvina, nefnilega alla þá er við hermál voru
riðnir. Hver útgáfan kom á fætur annari og bókin var
þýdd á flest tungumál — meira að segja á hebresku.
Skömmu siðar kom Bertha v. Suttner á fót friðarfé-
lagi í Austurríki, og tók að gefa út tímarit til að hrinda
25