Skírnir - 01.12.1914, Qupperneq 56
392
Um lífsins elixira og hið lifandi hold.
En nú vitum vér með vissu, að innrensli stafar einn-
ig frá sumum opnum kirtlum, auk hins venjulega útrensl-
is frá þeim.
Það er t. d. alkunnugt, að bæði karlar og konur taka
feykilegum breytingum, engu síður en dýrin, við að missa
æxlunarkirtlana, hvort sem er af afleiðingum sjúkdóma,
eða eftir skurði og limlestingu. Konur verða af því feitar,
fremur ókvenlegar ásýndum og þeim fer að vaxa skegg á
varir og vanga; en karlmennirnir verða hinsvegar kven-
legir i vexti, kveifarlegir og þolminni, röddin verður
barnsleg og skegg hættir að vaxa. Auðvitað tapast getn-
aðarhæfileikinn hjá báðum.
Á dýrum hafa verið gerðar margar tilraunir, sem
sýna, að þessar breytingar hljóta að stafa af vöntun á
innrensli úr kirtlunum. Það heflr t. d. tekist að gróður-
setja kirtil úr heilbrigðu dýri í holdi ádýri, sem æxlunar-
kirtlarnir höfðu verið skornir úr, og komu þá engar breyt-
ingar fram. Ennfremur hefir tekist að nokkru leyti að
verja konur gegn breytingum þeim, sem stafa af missi
eggjastokkanna, með því að láta þær við og við nærast
á eggjastokkum úr dýrum.
Um lifrina er það vitanlegt, að mikið af efnasam-
böndum streymir til blóðsins frá lifrarsellunum, sem þær
hafa myndað og ummyndað úr næringu þeirri sem til
þeirra flyzt frá meltingarfærunum (með portæðinni).
Það hefir tekist að skera burtu lifrina úr hundum og
halda þeim á lifi. Ein af aðalbreytingunum, sem á hund-
unum verða, er sú, að þeir þola ekki lengur að neyta
neins kjöts eftir að þeir eru orðnir lifrarlausir, en deyja af
því eins og skæðu eitri. Hinsvegar geta þeir lengi haldið
lífi, ef þeir eru aðeins nærðir á jurtafæðu. Þetta sýnir að
lifrarsellurnar hafa þau áhrif á skaðleg efni úr kjötinu, að
gera þau meinlaus og nærandi. Má af þessu ráða hve
nauðsynlegt það er fyrir alla kjötneytendur, og einkum þá
sem neyta kjöts í óhófi, að hafa óspilta lifur.
Um blöðruhálskirtilinn (prostata) vitum vér einnig
með vissu, að frá honum seitlar innrensli, sem nauðsyn-