Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1914, Page 58

Skírnir - 01.12.1914, Page 58
S94 Um lifsins elixira og hið lifandi hold. verkanir og »sekretínið«, en ennþá hefir ekki tekist að einangra það hreint. En það hormón sem þegar hefir fengið mesta þýðingu í læknisfræðinni er hið svonefnda h o r m ó n a 1 eða hægða- aukandi hormón (Peristaltik-hormon), sem þýzki læknirinn Suelzer hefir uppgötvað. Hann hefir unnið það úr maga- slímhúðinni og miltinu. Þetta efni safnast fyrir í maga- slímhúðinni, þegar meltingin stendur hæst, en hverfur það- an, er maginn tæmist, og fer þá til miltisins og geymist þar þangað til að á því gerist þörf. Ef hormónali er spýtt inn í blóðið, hefir það niðurhreinsandi áhrif á maga og garnir með því að örfa garnahreyfingarnar. Það má sjá greinilega hvernig það verkar á tilraunadýr eins og t. d. kanínur. Þegar kanínan hefir verið svæfð og kvið- arholið er opnað með skurði, er ofurlitlu af hormónali spýtt inn í blóðið. Eftir fáeinar sekúndur kemur dugleg hreyfing á garnirnar frá maga niður að endaþarmi. Það kemur bylgjuhreyfing eftir görnunum endilöngum, við samdrátt hringvöðvanna, og saurinn sést ýtast áleiðis nið- ureftir og loks út um endaþarminn. Hormónal, sem unn- ið er úr maga og milti á nautgripum, er nú selt i lyfja- búðum á glösum og þykir gefast vel. Það hefir þann afarmikla kost fram yfir önnur hægðalyf, að því er spýtt inn í blóðið, svo að ekki er hætt við að sjúklingurinn selji því upp, eins og oft vill verða einmitt þegar mest á ríður að tæma garnirnar, t. d. eftir uppskurði, við lífhimnu- bólgu o. fl. Þetta lyf er því kærkomið mörgum læknum. Meðal hormóna eru nú talin sum efni, sem áður voru þekt undir öðrum nöfnum, en sem menn nú sjá að eru gædd eiginleikum hormónanna. T. d. er kolsýra talin hormón, vegna þess að hún herðir á andardættinum með því að verka örvandi á stjórnarmiðstöð andardráttarins í mænunni, og sömuleiðis er aukanýrasafinn (adrenalín) tal- in hormón, af því hann örvar æðavöðvana til samdráttar -og eykur blóðþrýstinginn. Af því sem nú hefir verið minst á, sést hvílíkur fjár-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.