Skírnir - 01.12.1914, Side 59
Um lífsins elixíra og hið lifandi hold.
395
•sjóður af lyfjum getur myndast í líkamanum, og er þó
margt ótalið enn. Eg hef í annari ritgerð (um sóttvarnir
líkamans, Eimreiðin 1911) drepið á hin margvíslegu varn-
arefni og gagneitur, sem sellur líkamans mynda gegn sótt-
eitri því er stafar af bakteríum og öðrum sóttkveikjum.
öll þesskonar varnarlyf, sem finna má í blóðinu, eru lika
þangað komin sem innreusli úr kirtlum og öðrum líffærum.
Blóðið er undravökvi og sannkallaður 1 í f s i n s e 1 i x-
í r, því eins og elixírarnir og undralyfin gömlu, er það
byrlað úr mörgum ólíkum efnum. Það má að líkindum
fullyrða að í engri lyfjabúð muni finnast öllu fleiri lyfja-
tegundir en í okkar eigin líkama.
Hvernig verður blóðið til? Þessari spurningu er
að nokkru leyti svarað í því sem á undan er gengið, því
vér höfum heyrt hvaðan blóðkornin stafa og hvernig
mestu kynstur af efnum berast til æðanna víðsvegar úr
líkamanum. En eftir er að minnast á næringarefnin og
vatnið; því mestur hluti blóðsins er vatn. Hvorttveggja
kemur úr fæðunni; þó er ekki svo að skilja sem það
þrýstist gegnuin garnavegginn eða síist inn í æðarnar.
Sellurnar í maga- og garnaslímhúðinni sjúga í sig vatnið
og gefa það siðan frá sér til æðanna. Meltingarsafarnir
leysa upp fæðuna, en slímhimnusellurnar sjúga síðan í sig
næringarsafann eins og vatnið, og gefa hann mestallan frá
sér aftur til blóðæðanna og »kýlus«-æðanna, en úr þeim
streymir safinn aftur eftir brjóstganginum til blóðsins. —
Blóðið alt er með öðrum orðum til orðið fyrir innrensli
úr sellum likamans.
Þangað til fyrir rúmum mannsaldri síðan, var sú
skoðun ríkjandi meðal lækna, að heilsan væri komin und-
ir réttri blöndun vessanna í líkamanum, og að allir sjúk-
dómar ættu rót sína að rekja til blóðsins og vessanna.
Ef hin réttu vessahlutföll röskuðust, þá sýktist maður á
einhvern hátt. Þessi skoðunarstefna læknisfræðinnar var
kölluð Humoralpatologia eða vessasjúkdómafræði og var
alment lögð til grundvallar í læknisvísindunum við flesta
liáskóla um langan aldur.