Skírnir - 01.12.1914, Síða 65
Um lífsins elixíra og hið lifandi hold.
401
sannfærast um, að maturinn sem í maganum var meltist
sem i lifanda lífi.
Carrel hefir endurtekið þennan uppskurð hvað eftir
annað (en ekki þó á sama kettinum!) og lengst hefir hon-
um tekist að halda innýfiunum öllum lifandi í rúmlega 13
klukkustundir, eins og fyr var sagt. En stundum dóu lif-
færin miklu fyr, sum snögglega eftir 3—4 tíma, en stund-
um seinna. Það kom fyrir að lífhimnubólga kom og
flýtti dauðanum, en oftast tókst að halda sóttkveikjunni frá.
Það er þegar orðið augljóst að tilraunir og uppgötv-
anir Carrels hafa mikla þýðingu í læknisfræðinni. Með
aðferðum Carrels hefir tekist að veita blóði úr heilbrigð-
um manneskjum í sjúka eða blóðlitla. Það hefir lánast
að geyma iieiiirog liðamót úr nýdánum mönnum, til að
setja inn í staðinn fyrir bein og liðu sem hafa verið skor-
in burtu vegnaTmeinsemda. Nokkrir læknar í Evrópu,
þar á meðal Rovsing í Danmörku, hafa grætt liðamót og
leggi úr mönnum, sem dáið böfðu snögglega af slysum,
inn í skarðið fyrir beinmeinsemdir sem skornar voru burtu,
og hefir surnt af þvi hepnast furðanlega. — Það gengur
sú saga um Carrel, að þegar sáralækna í Ameríku van-
hagi um einhvern líkamshluta, þá sími þeir til Carreis og
hann sendi óðara með hraðlestinni það líffæri sem spurt
er um, ef hann þá á það í fórum sínum.
Engan skyldi furða á, þó fyrir kynni að koma að
öarrel vaknaði stundum með andfælum við að einhver
framliðinn kæmi að heimta aftur hold af 'sínu holdi eða
bein af sínum beinum. »Fáðu mér aftur beinið mitt
Gunna!« stendur í þjóðsögunum okkar. Og maður skyldi
halda að hrindingar og pústrar kvnni síðar meir að hljót-
ast af holdsins upprisu.
Fjölkyngi Carrels í að græða við hold og limu, hefir
vakið svo mikla eftirtekt, af því að áður hafði það eigi
hepnast nema um fáa líkamshluta.
Það var t. d. kunnugt, að hægt var að græða húðsnepla
af einum likamshluta á annan, eða einum manni á annan,
■og koma með því sárum til að skinnga. Einnig voru
26