Skírnir - 01.12.1914, Page 67
Um lifsins elixira og hið lifandi hold. 403
í Göngu-Hrólfs sögu segir frá því að Möndull dvergur
græddi fæturna á Hrólf, og hafði hann geymt þá óskemda
fyrir Hrólf, sem lengi hafði bagað fótaleysið. Þessi
sögusögn er eitt af mörgum dæmum þess hvernig skáldin
dreymir um ýmsa ótrúlega hluti og kraftaverk, sem seinna
komast til verulegra framkvæmda fyrir vaxandi þekkingu
og þroskun mannsandans. Hver veit nema að allir draum-
ar rætist einhverntíma?
Þegar Kolskeggur hjó fótinn undan Kol í fcardagan-
um við Knafahóla, »þá leit Kolur á stúflnn, en Kolskeggur
mælti: ‘Eigi þarft þú að líta á, jafnt er sem þér sýnist,
af er fóturinn'. Kolur fell þá dauður niður«.
Lítið mun Kolskegg hafa grunað þá, að þeir tímar
mundu koma, að til tals gæti komið að græða við afhöggna
fætur og limi. Gunnar og Kolskeggur drápu tveir einir
fjórtán manns í þessum bardaga, og hafa margir síðan
dáðst að því þrekvirki. En sennilega mundi þó meira
hafa verið dáðst að þeim, er hefði getað grætt við löpp-
ina á vesalings Kol, þó mörgum hafi ef til vill fundist
lítill mannskaði i honum.
Steingrímur Matthíasson.
26*