Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1914, Síða 73

Skírnir - 01.12.1914, Síða 73
Æfisaga mín. 409 barnakenslu á vetrum. Fyrst var það um nokkur ár, að eg kendi á ýmsum stöðum, þar til er Einar kaupmaður Jónsson á Eyrarbakka tók mig til að kenna syni sínum; var eg síðan honum áhangandi í marga vetur, og reynd- ist hann mér hinn bezti drengur- Frá honum réðist eg til Sigurðar sýslumanns Olafssonar í Kaldaðarnesi, en það- an til Jóns óðalsbónda Sveinbjarnarsonar á Bíldsfelli. Hafa bæði þeir, og yfir höfuð allir sem eg hefi verið hjá, sýnt mér hina mestu nærgætni og góðvild. — A sumrum hefi eg ferðast meðal vina minna; hefir mér reynst það hin bezta hressing. Bæði hefir reið á þægilegum hesti ávalt haft styrkjandi áhrif á mig, og eigi siður góðvild sú og að- stoð, sem eg hefi hvervetna átt að mæta. Þannig höfðu menn mig með sér á Þingvallafund 1873, og á þjóðhátíð- ina þar 1874, og höfðu báðar þær ferðir góð áhrif á mig. Fleira mætti telja. Nokkur undanfarin sumur hefi eg ferðast um héruð til fornleifarannsókna í þjónustu forn- leifafélagsins. Um efrihluta Arnessýslu, Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslu (vestri) 1893; um vesturhluta Húna- vatnssýslu 1894; um Flóamanna- Hrunamanna- og Biskups- tugnaafrétti, svo og um Laugavatnsdal o. v. 1895; um Mýra- Snæfellsnes- og Dalasýslur 1896. Frá árangri þeirra rannsókna hefi eg jafnóðum skýrt í Árbók fornleifafélags- ins. Þetta frjálsa og þægilega líf bæði sumar og vetur hefir eigi einasta styrkt heilsu mína og gert mér æfina skemtilega: það hefir ennfremur gefið mér tækifæri til að fylgja betur eðli míns innra lífs en áður var kostur á nfl. að stunda bókfræði og mentun yfir höfuð. Skamt hefi eg að vísu komist í samanburði við vel mentaða menn, og er það eðlilegt, þar eð eg byrjaði svo seint og hefi enn orðið að »spila á eigin spýtur« að mestu. En van- þakklátur væri eg þó við guð og menn, ef eg segði, að eg væri engu mentaðri nú heldur en áður en eg veiktist. Auk dönsku og sænsku hefi eg lesið bækur á þýzku og léttri ensku; eg hefi gert mér ljósar ýmsar fræðigreinar, svo sem heimspeki, eðlisfræði, efnafræði, heilbrigðisfræði og »homöopathiska« læknisfræði. Enginn skyldi þó ætla, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.