Skírnir - 01.12.1914, Page 78
414
Æfisaga min.
skýri þýðingu sýninga). S. á. nr. 138: Umþurfamenn, (ráðið frá að beita
hörðn við þnrfamenn; reyna heldur að bæta uppeldi og efla atvinnuvegí
(eftirlaunamenn kallaðir þurfamenn á þjóðsveitinni). S. á. nr. 142: Um
verðlagsskrár, (bent á að þær megi gera óþarfar með heimildarlögunr
um gjaldasamþyktir). S. á. 2. sept., (viðaukablað): Um ríki og kirkju,
(mælt með skilnaði þeirra af innri ástæðum, ekki farið út i ytri ástæð-
ur, svo sem fjárhaginn o. þv. 1.).
3. I Þjóðólfi er grein um brúarmálið eftir mig, (þar er sýnd
nauðsyn brúanna, skylda landssjóðs að koma þeim á og megnn hans að
geta það). Fátt eitt er þar fleira smávegis eftir mig.
4. I Isafold: ýmsar greinir um vegina i Arnessýslu.
5. I Fjallkonunni er grein um búnaðarsamþyktir, (þar er ger
tekin fram tillagan sem hreyft er i Fróða nr. 89, (um heyásetningarlög)
og 96. (Hugvekja) um heimildarlög til búnaðarsamþ.); þar er og grein
Um lestrarfélög (telur þau eitt hið bezta alþýðumentunarmeðal). Fleira.
ætla eg sé eftir mig í því blaði, en þó eigi margt.
6. í Kirkjublaðinu eru fáeinar smágreinir eftir mig.
Auk þeirra eru margar fréttagreinir eftir mig í Fróða og Fjallkon-
unni. Margt er í ofantöldum greinum sem enn væri vert að lesa. Sum-
ar (t. a. m. um brúamálið i Þjóðólfi) voru auðsjáanlega teknar til greina.
Með sumar tillögur mínar hafa aðrir komið fram síðar, t. a. m. Þór.
Böðvarsson: um nefskatt handa kirkjum og Sæm. Eýjólfsson: um
skógaumsjón.
I öllum hinum framantöldu blöðum, svo og í Iðunni hafa komið
kvæði eftir mig, (erfiljóð o. fl). Talsvert safn af kvæðum mínum, erfi-
ljóð, brúðkaupsvisur og fleira, bæði þýtt og frumkveðið, er enn óprentað,
Að svo komnu get eg ekki tint fleira til af æfiatriðum mínum.
24. apríl 1897.
Br. J.