Skírnir - 01.12.1914, Page 82
418
Þulur.
hvað mig dreymdi, hvað eg sá
og kannske sitthvað fleira.
Ljáðu mér eyra.
Litla flónið, ljáðu mér snöggvasLeyra:
Þar er siglt á silfurbát
með seglum þöndum,
rauðagull í rá og böndum,
rennir hann beint að ströndum,
rennir hann beint að björtum sólarströndum.
»Þar situr hún móðir min«
í mötlinum græna,
hún er að spinna hýjalín
í hempu fyrir börnin sín.
»Og seinna þegar sólin skin«
sendir hún þeim gullin fín,
mánasilfur og messuvín,
mörgu er úr að velja.
Hún á svo margt sem enginn kann að telja.
»Þar sitja syst.ur«.
Sá sem verður fyrstur
að kyssa þeirra klæðafald
og kveða um þeirra undravald
honum gefa þær gullinn streng
á gígjuna sína.
»Ljúktu upp Lína!«
Nú skal eg kveða ljúflings ljóð
um lokkana þína,
kveða og syngja ljóðin löng
um lokkana mjúku þína.
»Þar sitja bræður«
og brugga vél,
gaktu ekki í skóginn þegar skyggir.
Þar situr hún María mey,
man eg hvað hún söng:
Eg er að vinna í vorið
vetrarkvöldin löng.
Ef að þornar ullin vel