Skírnir - 01.12.1914, Síða 83
Þulur.
41»
og ekki gerir stórfeld él,
sendi eg þér um sumarmálin sóley í varpa.
Fögur er hún Harpa.
Um m e s s u r færðu fleira,
fjólu og músareyra,
hlíðunum gef eg grænan kjól,
syo göngum við upp á Tindastól,
þá næturvökul sumarsól
»sveigir fyrir norðurpól«,
en dvergar og tröll sér búa ból
í bergsins instu leynum,
og ljósálfar sér leika á hól
að lýsigulli og steinum.
Við skulum reyna að ræna frá þeim einum.
Börnunum gef eg gnótt af óskasteinum.
»Þá spretta laukar,
þá gala gaukar«.
Þá syngja svanir á tjörnum,
segðu það börnum,
segðu það góðum börnum.
II.
Gekk eg upp í Álfahvamm
um aftanskeið,
huldusveinninn ungi
eftir mér beið.
Þið skuluð ekki sjá hann,
því síður fá hann.
Eg á hann ein,
eg á ein minn álfasvein.
Hann á brynju og bitra skálm,
bláan skjöld og gyltan hjálm,
hann er knár og karlmannlegur
kvikur á fæti,
minn sveinninn mæti,
herðabreiður og hermannlegur,
höndin hvít og smá,
27*