Skírnir - 01.12.1914, Qupperneq 86
Ritfregnir.
Cornell University Library. Catalogue of the Icelandic
Collection beqneathedby Willard Fiske. Compiled by Halldór
Hermannsson. Xij + 755 bls., 4to. Ithaca, New York 1914.
Lítið hefir jafnan kveðið að vísindalegri bókfræði íslendinga,
þótt marga höfum vér átt bókfróða menn. Bókaskrár þær, er til
eru í handritum frá fyrri tímum, eru flestar mjög ónákvæmar, þótt
um sumt megi taka mark á þeim. Ýmsir hafa þó ritað um ís-
lenzka bókfræði, svo að á prent hefir komist, fyrr meir. Má þar
til telja byskupana Finn Jónsson og Pótur Pétursson í kirkjusögum
þeirra. Hálfdan skólameistari Einarsson á Hólum (d. 1785) stend-
ur þó langfremst allra þeirrar tíðar manna að þessu leyti. Var
hann og hinn fróðasti maður á alla íslenzka fræði. Hann hafði
mikil afskifti og góð af prentsmiðjunni á Hólum um sína daga-
Hann jók og endurbætti mjög útgáfur bóka þeirra, er þá voru vin-
sælastar í landinu, svo sem Passíusálma Hallgríms Péturssonar,
Hallgrímskver, Hugvekjusálma síra Sigurðar á Presthólum o. fl.
Er þessa því hér getið, að nafni þessa manns hefir um stund mið-
ur verið á lofti haldið en skyldi. í íslenzkri bókfræði hefir hann
unnið stórvirki með samningu íslenzkrar bókmentasögu, er hann
gaf úr á latínu og nefndi »Sciagraphia historiæ literariæ Islandicæ«
Kom sú bók út tvisvar. Var hún mjög merk á sínum tíma. Þó
er sá galli á, að lítt er hirt um að tilgreina bókatitla nákvæmlega
jafnvel þótt latínskir séu.1 Af síðari tíma mönnum má nefna Jón
*) T. d. kallar hann Compendium grammaticæ Latinæ o. s. frv. er
Þórður hiskup Þorláksson gaf út og prentað er í Skálholti 1695, „Præ-
cepta grammatica et syntactica11. En þetta er ekki beint hans sök; ald-
arhátturinn var slikur í öllum efnum að setja alt á skrúfur.
Þegar Sciagraphia Hálfdans kom út færði sira Gunnar Pálsson í
Hjarðarholti (d. 1791) honum kvæði. Gunnar prestur var og hinn fróð-
asti maður á þessi efni og önnur og eitt hið bezta skáld i sinni tið.