Skírnir - 01.12.1914, Side 90
426
Ritfregnir.
þrjár eða þrenns konar 1801, því að til er afbrigði frá stórast/ls-
útgáfunni, töluvert frábrugðið í endanum.
Bls. 415. Max Mystifax (pseudonym) er Guðmundur Guð-
mundsson skáld.
Bls. 433. 0. (pseudonym) er Ólafur prestur Indriðason, að því
er sonur hans, Jón alþm. Ólafsson, hefir sagt mér.
Bls. 438. Ólafsson, Eggert. »Enarr. historicæ de Islandiæ
natura . . .« Þess skal getið hór til fróðleiks, að til er tvenns
konar titilblað á þessari bók, og sleppir annað þeirra »respondent-
inum«. Slíkt hið sama er að segja um ritgerð Jóns konferenzráðs
Eiríkssonar: »Tentamen philologico-antiqvarium . . .« Hafniæ 1753.
Bls. 446 Olearius, Johann. »Exercitium precum . . .«
Skálholti 1687. Það er rétt sem hér segir, að rímtal Þórðar bysk-
ups Þorlákssonar hafi verið gefið út um leið (Sbr. og bls. 657), en
nákvæmara er það að segja, að þet.ta hvortveggja heyri saman;
það sýnir arkavísirinn (signatura) og nær kverið yfir arkirnar A—
M eða 192 bls.
Á. bls. 468 er getið um, að 21. útgáfa af Passíusálmum Hall-
gríms Póturssonar sé prentuð á Hólum 1791, en sé þó ekki til í
Eiskessafni. Fiske getur og þessarar Hóla útgáfu í Bibliographical
Notices, er hann telur upp útgáfúr af Passíusálmunum, Bibl. Not.
IV, bls. 5—6. Enn getur og þessarar Hólaútgáfu 1791 í útgáfu
Gríms Thomsens á sálmum og kvæðum Hallgríms Péturssonar, I.
bindi bls. 375, Rv. 1887. Annars staðar hefi eg ekki séð þessarar
útgáfu getið og aldrei séð né getað fundið Passíusálma með þessu
ártali. Mig grunar, að Fiske hafi nú tekið heimildina úr nefndum
stað í útgáfu Gríms Thomsens á Hallgríms kvæðum. Þótt mór því
þyki vafasamt, að Passíusálmarnir hafi yfirleitt nokkurn tíma verið
gefnir út 1791, þori eg þó ekki að sinni að fortaka, að þeir kunni
að hafa verið gefnir út þá. Fróðustu menn, sem eg hefi um þetta
spurt, kveðast aldrei hafa sóð nefnda útgáfu. Jón Borgfirðingur,
sem hafði þó margt séð íslenzkra bóka, kannaðist ekki við þessa
útgáfu, að vitni dr. Jóns Þorkelssonar, landskjalavarðar.
Bls. 523 sbr. bls. 267. Dómurinn í Nýjum fólagsritum um
föstu-hugvekjur síra Ólafs Indriðasonar er ekki eftir Jens skóla-
meistara Sigurðsson, heldur eftir Jón Sigurðsson, þann er síðast
var prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi (d. 1859). Þetta er að
-vitni Jóns alþm. Ólafssonar, sem bezt má um þettá vita.
Bls. 525. Sigivart, Johann Georg. »christelegar Trwar
Hofud Greiner . , .« les Christelegrar Trwar o. s. frv.