Skírnir - 01.12.1914, Qupperneq 96
432
Ritfregnir.
útgáfuna. Á hann mikla þökk skilið fyrir þessa rausn sína og
örlæti. Yæri óskandi, að fleiri efnamenn íslenzkir styddu bókment-
ir vorar og gáfaða rithöfunda að dæmi hans.
Sigurður Guðnmndsson.
Góðir stofnar. Svo nefnir Jón Trausti saguabálk, sem hann
er byrjaður á. Efnið sækir hann í sögu og sagnir liðinna alda.
Þar grefur hann upp »góða stofna« og gæðir limi og laufi.
Fyrsta sagan heitir »A n n a f r á S t ó r u b o r g« og er ný-
komin út. Bókaverzlun Sig. Kristjánssonar. Stærð lð1/^ örk.
Saga þessi gerist á 16. öld. Aðalpersónurnar eru Anna Vig-
fúsdóttir Erlendssonar hirðstjóra (f 1521) og Páll bróðir hennar,
lögmaður sunnan og austan lands 1556—1569. Anna bjó á Stóru-
borg undir Eyjafjöllum, Páll á Hlíðarenda í Fljótshlið. Söguþráð-
inn hefir skáldið að mestu sótt í »Þjóðsögur og munnmæli« Jóns
Þorkelssonar, og brestur hann ekki fremur en áður ímyndunaraflið
til að fylla sviðið lifandi mönnum. Meðferð efnisins er góð, og
sagan ánægjuleg að lesa.
Anna býr rausnarbúl á Stóruborg og rakar saman fó. Hún
er komin um þrítugt og þó ógift. Ekki er hún ógift vegna þess
að hana vanti biðla, Nei, hún getur »valið um beztu biðla lands-
in8«! Enda hafa Hólmfríður föðursystir hennar og Páll bróðir
nennar lagt kapp á að gifta hana. En enginn þeirra biðla, er
þau styðja að málum, nær hylli hennar. Að vísu eru þeir ríkir
og ættgöfgir allir eða flestir — það kannast hún við. En það er
henni ekki nóg, Hún er fædd með þeim ósköpum að v i 1 j a
e 1 s k a. Og hún vill ekki eiga annan en þann, sem hún elskar
— hvað sem auði og ættum líður.
»Heiðvirð kona giftist þeim manni einum, sem hún elskar,
Fái hún ekki að giftast honum, tekur hún hann i faðm sór, nvað
sem hver segir, og sleppir honum ekki. Hitt eru skækjurnar, sem
láta selja sig — fyrir auð og metorð eða fyrir hagsmuni ættingja
sinnai.
Þetta segir hún við Pál bróður sinn, þegar hann bregðui henni
um »frillulifnað«.
Svona hugsar hún. Þess vegna bíður hún ólofuð og ógift
þangað til örlögin fleygja í faðm henni fimtán ára smala — utan
úr foraði og fárviðri. Hann heitir Hjalti Magnússon, óskilgetlnn,
óþektrar ættar. Faðir hans var druknaður, móðir hans orðin úti.