Fjölnir - 01.01.1847, Qupperneq 5
af J)ví er, má {)ó fullyrða, að flest af J)ví komist í engari
sanijöfnuð við það, seni í honum bjó, og að það geti ekki
sýnt til hlítar, hvílikur hann var sjálfur í raun og veru.
J)að sannaðist á honum, eins og mörguni öörum Islendingi,
að annað er gæfa, en annað gjörfugleiki. Samt her þess
hins vegar að geta, að slíkir menn lifa margar sælu-
stundir, sem mikill þorri manna þekkir ekki, og getur ekki
heldur þekkt, sökum eðlis, eða uppeldis, eða hvorstveggja.
Jónas var gildur meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og
limaður vel, en heldur feiflaginn á hinum seinni árum sakir
vanheilsu, vel rjettur í göngu, herðamikill, haraxlaður, og
nokkuð hálsstuttur, höfuðið heldur í stærra lagi, jarpur á
hár, mjúkhærður, lítt skeggjaður og dökkbrýnn. Andlifið
var þekkilegt, karlmannlegt og auðkennilegt, ennið allmikið,
og líkt því, sem fleiri enni eru í hans ætt. Hann var
rjettnefjaður og heldur digurnefjaður, granstæðið vítt, eins
og opt er á Islendingum, og vangarnir breiðir, kinnbeinin
ekki eins há, og tíðast er á Islandi, munnurinn fallegur,
varirnar mátulega þykkvar; hann var stóreygður og móeygð-
ur, og verður því ekki lýst, hversu mikið fjör og hýra
var í augum hans, þegar hann var í góðu skapi, einkum
ef hann ræddi um eitthvaö, sem honum þótti unaðsamt
um að tala.
Jað, scm liggur eptir Jónas heitinn ■ sunduriausu
máli, er:
I Fjölni — 1835: Fáein orð um hreppana á Islandi.
Um eðli og uppruna jarðarinnar. — 1836: Af eðlisháttum
fiskanna (eptir Cuvier). — 1837: Um rímur af Tistrani
og Indíönu. — 1838: Frá Skírnarfonti Thorvaldsens. —
1843: Tómas Sæmundsson. Um flóð og fjöru. Almyrkvi
á sólu í Vínarborg 1842. Góður snjór. — I 1845 snjeri
hann úr dönsku Athugasemdum hra. Fiedlers um fiskverkun
á Islandi.