Fjölnir - 01.01.1847, Side 10

Fjölnir - 01.01.1847, Side 10
10 Hvernig lízt þjer núna á fjalliö?” ”EUki nema vel” sagði systir mín ”það er fallegt og farið að verða sumarlegt; en sona Iitur það út á hverjum degi; þú verður að sýna mjer eitthvað meira”. ”Jeg er að draga [)ig dáltið á því, sem hezt er; sjerðu nú rindana þarna upp á Bröttuskeið sunnanverðri? J>eir eru fagurbleikir; manstu, hvernig þeir eru að sjá í þurrki?” jietta seinasta sagði jegsvo horg- inmannlega og með svo miklum spekirigssvip, að það var auðsjeð á öllu, jeg þóttist hafa sagt eitthvað merkilegt. Systir rnín horíði stundarkorn á rindana, og sá jeg, hvernig hýrnaði yfir henni. ”jþú ert mesta gersemi” sagði hún þá ”og bezti frændinn, sem jeg á — það eru alltsaman grös, það er ógn af blessuðum grösum!” Nú líkaði mjer fyrst, hvernig gekk. Systir mín leiddi mig við hönd sjer, lagaði á mjer hattinn og strauk hárið frá enninu á mjer, en jeg hristi það jafnótt niöur aptur, og horfði ýmist á hana eða tórnar bleiku, og bað með öllu móti, að hún þegði um grösin, og tæki mig svo einhvern tínia einan með sjer upp á Bröttuskeið, svo við heföum bæði tvö sómann af þessari uppgötvun, og grösuðum meira enn dæmi væru til. Hún lofaði mjer því loksins, og þá var jeg í mínum augum sæll eins og kóngssonur, og bugsaði til grasanna með hreinni og vonarfullri gleði. jiessháttar tilhlökkun verður valla lýst, og engum getur auðnazt að njóta hennar fyllilega, nema unglingum á mínu skeiði. Jessi systir mín, sem jeg kallaði, hjet Hildur Bjarna- dóttir, og var eirikabarn prestsins á B"". Við höfðum alizt upp saman, frá því jeg var 4 vetra; þá missti jeg foreldra niína, hvort á eptir öðru. Sjera Bjarni tók mig þá í fóstur, og ól hann mig upp, eins og jeg væri hans sonur. Hann haföi átt móðursystur mína, en missti hana, þegar jeg var barn. Frá þeim tíma bjó hann allt af með bústýru, og bar ekki á öðru, enn það færi nógu vel. Hann var líka ríkismaður, og fluttust honum föngin víða að, svo enginn gat vitað, nema kunnugir, þó eitthvað þryti á heima-

x

Fjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.