Fjölnir - 01.01.1847, Side 11

Fjölnir - 01.01.1847, Side 11
11 búinu. Ráðskonan var allt af Iieldur ill vift mig, og kallaði jeg hana digru Guddu, þegar jeg var reiftur, en Hildi, prestsdótturina, kallahi jeg aldrei annað enn systur mína, og prestinn fóstra minn, eða j)á stundum sjera Bjarna, |)egar jeg átti tal við ókunnuga. Hann var aldrei harður viö mig, og ekki man jeg til hann ofhyði mjer nokkurn tíma, hvað sem jeg átti að nema eða vinna, en heldur var hann strangur í útliti, og aldrei svo blíður eða eiginlegur í máli, að jeg gæti fest ást á honum; mjer lá allt af við að hræðast hann, og aldrei var jeg eins glaður eða upplitsdjarfur, og jeg reyndar átti að mjer, {)egar jeg sá hann einhverstaðar í nánd við mig. Samt sem áður virti jeg hann, eins og hann væri faðir minn, og vildi honum vel af heilum hug. Jeg var svo lánsamur, að koma mjer vel við fólkið á bænum, og haföi [)að sumt eptirlæti á mjer, en enginn horn í síöu minni, nema ráðskonan. Bezt fjell mjer samt æfinlega við hana Hildi systur mína, og henni var jeg þægari, enn nokkrum manni öðrum á heimilinu. í>að var einn dag fyrir sláttinn, að jeg var kominri á hvíta brók og ljósbláa sokka, og saumaði j)á upp um mig fyrir rieðan hnjeð. Að ofanveröu var jeg snöggklæddur, á grænum bol og dúkskyrtu, með nýlegan hatt, sem jeg hafði keypt fyrir lamb, og jmtti mjer ()að vera fallegur hattur. Sona stóð jeg út’ ú hlaði með hárband og Ijós- gráan tínupoka, og j)ar að auki var jeg vel útbúinn að snærum. Jeg hafði tekið með mjer peysuna mína bláu, og var að búa mig til að binda bagga úr henni og pok- anum, en dró j)að samt, og horfði heim til dyranna, hvort enginn kæmi út. 5>að Ieið ekki heldur á löngu, fyr enn systir mín kom með samanbrotinn tínupoka og snjóhvíta rósavetlinga á höndunum, en hversdagsbúin að öðru leyti, hreinlega og Ijett, en j)ó hlýtt, svo kunnugum var hægt að sjú hún ætlaði í grasaferð. Jeg kalla'i til henrrar og sagði: ”Fæ jeg að bera pokanri jnnn, systir góð!” og leit

x

Fjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.