Fjölnir - 01.01.1847, Side 15

Fjölnir - 01.01.1847, Side 15
15 fjár úr skauti náttúrunnar. Með handiðnirnar er allt ö'ruví.si ástatt: |)eir, sent eiga aö vinna aö því, sem allað er, og endurbæta það og ummynda, vita optast nær fyrirfram, hvað miklu [)eir muni fá af kastaö, og gerir vinnan j)eim langtum minni áhuga, enn hinum; enda lif’a jieir minna á voninni, og búast ekki á hverri stundu við einhverjum feng. Jeg var í þetta sinn í j)eirra tölu, sem gleöjast við að sjá von sína rætast, og jiarf jeg ekki að lýsa huga mínum fyrir þeim, sem hafa reynt eitthvað líkt j)ví á mínu reki. Undir eins og við systir mín komum upp á skeiöina, sáum við, að Iitaskiptin á tónum bleiku höföu ekki dregið okkur á tálar; jiær voru allar þaktar í grösum, og láu þau í stóreflis-flekkjum, og svo jijett, að ekkert strá og öngvar mosa-tegundir voru vaxnar upp á milli jieirra. jíaö var auðsjeð á öllu, að þar höföu ekki verið tekin grös í margt ár. Við bárum ekki við að binda á okkur pokana; því ekki þurfti langt að ganga eptir tín- unni. Við kipptum þá upp skúf og skúf, en grösin lágu laus, að kalla, og bárum við þau saman í smáhrúgur, þangað til við hjeldum, aö við munduni ekki koma meiru heim. Viö liöfum varla veiið að jiessu Iengur enri svari einu dagsmarki, og þegar öllu var lokið, og við búiu að troða í pukana, hefur varla verið kominn miðmundi. ”jþetta eru nógu laglegir pokar!” sagði jeg [)á, ”en ógn verður eptir af grösuDum; seztu nú við og saumaðu fyrir peysuna mína, hún tekur þó ekki svo lítið, og jiað er líka manna- legra, að koma heim með bagga í fyrir”. ”5ú verður þá að segja nijer sögu á meðan, fyrst jeg er sona eptirlát við þig” sagði systir mín um leið og bún fór að þræða saman peysuna. Jeg var fús til }>ess og settist jeg við hliöina á henni, en þó svo, að jeg sæi vel framan í hana, því þá gekk mjer alltjend betur að segja frá. Sona sat jeg stundarkorn og hugsaöi mig um. jþví næst spuröi jeg systur mína, hvort það ætti að vera eitthvað um hann sjera Eirík í Vogsósum, eða þá saga af útilegumönn-

x

Fjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.