Fjölnir - 01.01.1847, Síða 38
3>S
ÚIl GAMANBRJEFI FUÁ JÓNASI TIL KUNNINGJA
SINNA í KAUPMANNAIIÖFN.
Einu sinni á dögunum, J)egar drottnirigin á Englandi var
aö borða litla skattinn — því hún borðar æfinlega litla
skatt —• þá kom maðurinn hennar út í skemmu aö bjóða
góöan dag. ”Guð gefi þjer góöan dag, heillin!” sagöi
drottningin; "hvernig er veöriö?” Maöurinn drottningar-
innar hneigöi sig og sagði: ”Hann varregnlegur ímorgun,
en nú birtir upp; jeg Ijet taka saman, og svo má binda,
j)ó þú farir — ætlaröu yfrum í dag, gæzka!” ”Já” sagði
drottuingin. Hann hneigöi sig j)á aptur og sagöi: ”Jeg
verð {>á aö ílýta mjer og láta fara aö sækja hestana”.
”Geröu þaö” sagöi hún.
Nú fór drottningin aö húa sig; j>ví hún ætlaöi í orlof
sitt yíir á Frakkland aö finna kóng og drottningu og fleiri
kunningja, Ilún var með gullskó, í silfursokkum og silfur-
bryddu gullpilsi, með gullsvuntu, og að ofan í gull-lagðri
silfurtreyju, með silfurhúu og gullskúf í — en þetta gull
og silfur er allt cins og ormavefur og Ijettara enn fys og
þó hlýtt. Jjónusturnar voru líka vel húnar; þvi' þær
fóru meö, eins og vant er, þegar drottningiri fcrðast.
3?egar drottningin var komin út á hlað, var al!t til
búið, hestarnir og fylgdarmennirnir og ráögjafarnir og
orlofsgjafirnar — á ö hesíum í siifurkoffortum — og teyrndi