Fjölnir - 01.01.1847, Page 39
sinti kammerherra hvern hest; þar vorn líka í feröinni
harúnar og kaupmenn og liiargt kvennfólk, lyrir utan
þjónusturnar, og nógir meðreiöarmenn og lestamenn, og
allt var vel búið. Drottningin reið Gulltoppu — |>að
er gullfextur færleikur og silkihleikur á lit og hefur
verið sóttur suður í heim; en maðurinn liennar reið rauðum
gæðingi, sem hann á sjálfur. ”Fáðu mjer keyrið mitt,
gæzka!” sagði drottningin, og maðurinn hcnnar hneigði
sig og fjekk henni keyrið; (>að var gullkeyri með silfur-
hólkum og lýsigullshnúð á endanum; og svo var farið
á stað.
Drotfningin var allt af á undan — því enginn hestur
jafnaðist við Gulltoppu — og þegar komið var ofan að sjónum,
var sett fram drottningarskipið; það er með silkisegli og
fílaheinsmastri, sem allt er skrúfað samari og gullneglt,
allt úr horni og jiöddufekel og bezta gangskip.
jþegar koniið var út úr landsteinunum og búið að
snúa við, kallaði drottningin þrysvar á larid og bað að
gá vel að heyjunum og öllu, meðan hún væri fyrir liandan;
svo settist hún undir stýri að gamrii síuu; en það er
silfurstýri og leikur í heridi manns.
Kóngurinn í Frakklandi býr á beztu jörðinni, norður
við sjó. Túnið er eins sljett og Hólmurinn í Skagafirði,
rennsljett og fagurt cins og spegill -— svo kvennfólkið,
senr rakar, verður að ganga með stuttbuxur irinan undir —
og silfurtúngarður allt um kring. Fólkið var allt úti við
heyið, nema drottning og kórigur, sem eru gömul; hún
sat inni í baðstofuhorni og var að spirina á gullsnældu,
en hann sat hjá með kórónu sína, og voru þau að tala
um ríkisreikningana og allan búskapinn. J>á kom inn einn
af fólkinu, (en það eru allt kóngasynir og kóngadætur, eða
jarlar og kammerherrar og biskupadætur); ”Sjera Filippus!”
segir hann (því kóngurinn heitir sjera Filippus), ”það er
skip á sundinu, og við höldum það sje drottningarskipið
að handan; seglið er blátt og rautt”.