Fjölnir - 01.01.1847, Page 73

Fjölnir - 01.01.1847, Page 73
73 f JÓNAS HALLGRÍMSSON. J)ví, sem að ísland ekki meta kunni, er ísland svipt; því skáldið hnje og dó, skáldið, sem því af öllu hjarta unni, sem elskaði þess fjöll og dali og sjó og vakti fornan vætt í hverjum runni. J)egar hann hrærði hörpustrenginn sæta, hlýddum vjer til, en eptirtektarlaust, vesalir menn, er gleymdum þess að gæta, að guð er sá, sem talar skáldsins raust, hvort sem hann vill oss gleðja eða græta. Ná hlustum vjer og hlusta munum lungum, en heyrum ei — því drottinn vizkuhár vill ekki skapa skáldin handa öngum; nú skiljum vjer, hvað missirinn er sár; í ailra dísa óvild nú vjer göngum. En þeir, sem fylgdu þjer í lífsins glaumi og þekktu andann, sem þjer drottinn gaf, fylgja þjer enn j)á fram í lífsins straumi og fúsir berast út á dauðans haf; j)ví hjer er alit svo dauft og sem í draumi.

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.