Ný félagsrit - 01.01.1863, Qupperneq 5
UM STJORI'i OG FJA.RHAG*
0
þess a&rir settu þar blátt bann fyrir, o. s. frv. Sumarib
og haustife 1855, þegar hin dönsku grundvallarlög voru
takmörkuð, svo þau skyldu þareptir einúngis ná yfir kon-
úngsríkiö Danmörk (Auglýs. 29. Aug. og 2. Oktbr. 1855),
þá hefÖi menn getab vœnt þess, ab eitthvab hefbi hreins-
azt um í þessari tilhögun, en þab var fjarri. þafe hib
sama haust voru hin íslenzku mál og hin íslenzka stjórn-
ardeild lögð undir lögstjórnar- eða dómsmála-ráðgjafann,
og síðan hafa mál þessi sundrazt enn rneir og blandazt
saman. I auglýsíng 12. Januar 1858 birti lögstjórnar-
ráðgjafinn konúngs úrskurb 8. s. m., sem skipar forstjóra
hinnar íslenzku stjórnardeildar að takast á hendur jafn-
framt forstöðu annarar deildar, sem ráðgjafi þessi átti
yfir að segja og snerti dönsk málefni; og í annari auglýs-
íng 30. Juni 1860 birti innanríkisrábgjafi Monrað kon-
úngs úrskurð 25. s. m., sem tekur öll hin íslenzku reikn-
íngamál frá íslenzku stjórnardeildinni undir dómsmála-
stjórninni, og leggur þau saman við hin dönsku undir
innanríkisstjórninni. það var í upphafi bæði ólag og tíma-
spillir, að skilja reikníngamálin frá hinum, því þarmeð
hafa fylgt rnargar brefaskriptir og vafníngar, en þó var
nokkrum mun betur ráðið meðan einn var forstjóri fyrir
hvorutveggju og hafði ekki öðru að sinna, en þó stjórnin
hefbi sjálf lofað ab svo skyldi vera ávallt, að hin íslenzku
mál skyldi ekki sundrast, þá var því fyrirheiti nú brugðið,
og því er fyrirkomulag á íslenzkum málum hjá stjórninni
nú stórum mun verra en 1848, því bæði eru málin nú
miklu meira sundruð en þá, og miklu meira blönduð vib
dönsk mál og undir umráðum danskra manna, sem munu
sjá um ab blanda þeim sem mest þeir geta, ef þeir mega
einir rába, svo þau náist aldrei úr þeirri flækju.
það er nú auðsætt, ab vér ættum að gjöra allt sem