Ný félagsrit - 01.01.1863, Blaðsíða 9
UM STJORN OG FJAKHAG
9
þegar þeir hafa fulla ábyrgh. — En eins er um hitt, aí)
Iandstjdrnin getur verib margvíslega lögu&, eptir því, hversu
menn vilja hugsa sér hana, eba þykjast hafa efni til ab
gjöra hana úr gar<bi.
Um fyrirkomulag landstjúrnarinnar á íslandi hafa
komiö fram ymsar hugmyndir, einsog nærri má geta, en
þ<5 þær sé nokkuö frábrugÖnar hver annari, þá korna þær
samt allar niöur á líkum staÖ, og þaö er aö hafa kostn-
aöinn sem minnstan aö mögulegt er, og tilhögunina sem
einfaldasta. þab er vert a& geta þess hér, aí) þörfin á af)
fá landstjórn á Islandi hefir veriö ljós fyrir mönnumjafn-
vel áöur en hin frjálsari stjórnarlögun komst á í Danmörku.
Krieger stiptamtmaöur stakk uppá því í bréfi til rentu-
kammersins 1837, aö setja skyldi landstjórn á Islandi,
sem hann ætlaöist til ab sæti í þrír menn, einn forseti
eöa landstjóri og tveir ráfunautar. þessir menn áttu,
eptir uppástúngu Kriegers, aö stjórna tveimur ömtunum,
sufmr- og vestur-amtinu, sem hann vildi sameina, hafa á
hendi þau mál sem snerti viöskiptin viö landsyfirréttinn,
biskupinn, skólann, landfógetann og hans fjárstjórn, lækna-
skipunina, og noröur- og austuramtiö, sem átti aö standa
óhaggaö; enn fremur átti stjórn þessi aö afgreiöa öll
leyfisbréf, þau sem nýlendu stjórnin í Vestureyjum veitti
um þær mundir, og aö síöustu hafa á hendi allar bíéfa-
gjöröir til stjórnarráöanna. þaö er auösætt á uppástúngu
Kriegers, aÖ hann sá þá aÖalgalla, sem þá voru og eru
enn á stjórninni á Islandi, jafnvel þó hann tæki ekki
dýpra í árinni, eptir því sem þá stóö á, þegar um enga
frjálsa stjórnarskipun var aö ræöa, enda eyddi líka kans-
ellíiö uppástúngu hans meö því, aö á íslandi væri rétt
viölíka ástatt og í Ðanmörku, og ekki lakar, svo þar