Ný félagsrit - 01.01.1863, Side 10
10
UM STJORiN' OG FJARHAG.
þyrfti ekki fremur a&gjörbar vib og þarmeb féll þetta
mál nibur ab því sinni. En jafnskjótt og þjóbstjórn komst
á í Danmörku, var farib ab hreyfa þessu máli á ný af
vorri hendi, og var þá einsog von var til þab atribi tekib
fram af öllum, ab setja þyrfti landstjórn á Islandi. Hib
fyrsta, sem vér finnum stúngib uppá í þessu efni eru þau
atribi, sem tekin eru fram í niburiagi ritgjörbar „um
stjórnarhagi Islands“ í níunda árgángi rita þessara, 1849l 2.
þar segir:
„Hib fyrsta atribi er þab, ab stjórnarathöfn öll
hafi absetur sitt á Islandi sjálfu . . . þessvegna þarf
landstjórn á einum stab í landinu, og hafi ab minnsta
kosti þ r í r m e n n þátt í henni •, þeir hafi öll land-
stjórnarmál á hendi og fullt vald til ab greiba úr
þeim, ab svo miklu leyti sem ekki þykir naubsyn á
ab þau gángi til konúngs úrskurbar. Alþíng þarf ab
fá öll þau réttindi, sem þjóbþíngum eru veitt, til ab
líta eptir hvernig stjórnarathöfnin fer fram; þartil
heyrir umsjón og ráb á tekjum og útgjöldum
landsins ....
En ab því leyti, sem Island hefir atkvæbisrétt í
almennum ríkismálefnum, og þar ab auki ab því leyti,
sem hin merkilegustu mál þess sjálfs þurfa ab gánga
til konúngs úrskurbar, þá þarf þab ab hafa erinds-
reka sinn, sem hafi fulla ábyrgb fyrir konúngi og
þjóbinni, til þess ab hera fram íslenzk mál til kon-
úngs úrskurbar, og svo til ab taka þátt í umræbum
almennra ríkismálefna í rábi konúngs.“
Á íslandi var þab samþykkt á fjölmennum fundi á
hinum forna alþíngisstab vib Öxará 10. August 1850, ab
slík landstjórn þyrfti ab vera, og var um tilhögun hennar
farib þeim orbum, ab menn hugsubu sér þá ab hún þyrfti
ab vera tígulega úr garbi gjör. þab var ályktun fundar-
l) Kans. bréf 24. Marts 1838, í Lagas. ísl. XI, 196—199; Algreen-
Ussings Reskr. 1838, bls. 82—84.
s) Ný Félagsr. IX, 67.