Ný félagsrit - 01.01.1863, Side 80
80
UM «ETT ISLKiXZKRAR TONGU.
og próföstum, sem hann alls ekki hafbi, og þeir voru
því ekki skyldir ab hlýba.1
Menn skyldu nú halda, þegar málinu var þannig
komib, ab þab hefbi verib ný hvöt fyrir alþíng ab skerast
í leikinn. þ>ab er því meiri furba, hversu linlega þíngib
tók í þetta raál 1855, þegar því var hreyft af þíngmanni
Skaptfellínga. þíngib felldi úr uppástúngu hans atribib
um undirskriptamálib, og í nefndinni var bælt nibur bréfa-
skriptamálib. þribja atribib þar á móti stób, um próf þeirra
í íslenzkri túngu, er embættismenn vilja verba á Islandi.
þetta seinasta atribi stendur í svo nánu sambandi
vib mál þab, sem hér ræbir um, ab vér getum ekki leidt
hjá oss ab fara um þab nokkrum orbum. þab liggur í
augum uppi, ab þab eru náttúrleg réttindi hvers lands,
sem hetir sérstaklegt mál og sérstaklegt þjóberni, ab hafa
innlenda embættismenn; þess gættu líka Íslendíngar, þegar
þeir gengu í samband vib Noreg, og var þessi skilmáli
endurnýjabur af hendi fslands 1319, en 1301 ráku þeir aptur
eba neyddu konúng til ab kalla aptur tvo lögmenn norræna,
er hann hafbi sett. Eptir ab Island komst undir danskan
konúng, var í þessu efni, sem svo mörgu öbru, ekki gætt
réttar Islands, og danskir embættismenn, sem ekkert kunnu
í málinu, settir upp á Íslendínga, en þá vantabi kjark og
dug til ab gæta réttar síns í þessu efni, en aldrei hafa
Íslendíngar beinlínis afsalab sér rétti þessum, sem þeir og
ekki gátu. Réttur þessi stendur því ab voru áliti óskertur;
en þetta er annars þesskonar efni, sem vér álítum vert fyrir
íslenzku lögfræbíngana ab rannsaka.
') þab Ktur annars út, sem biskupinum sé tömDanskan, því hann
sendir hinu íslenzka bókmentafélagi á ári hverju skýrslur um
fædda og dauCa á Dönsku meb dönsku bréð.