Ný félagsrit - 01.01.1863, Qupperneq 85
UM RETT ÍSLKNZKKAR TUNGU.
85
aptur til þess, sem hér átti ab vera aðalatri&ib, nefnilega
dönsku embættisbréfa skriptirnar á íslandi.
Menn kunna nú ef til vill að segja, afe það gjöri
ekki svo mikið til, hvaða mál sé á embættisbréfum á Is-
landi. En þetta er ekki svo, því fyrst og fremst er ekki
lítið varið í, að fá stjórnina til að viðurkenna rétt túngu
vorrar, sem er svo nákvæmlega sameinuð þjóðerni voru.
það skerðir og virðíngu málsins, bæði í augum lands-
manna og annara, ef viðurkenníng þessi ekki fæst, því
þetta kennir mönnum, að álíta málið eins og nokkurs-
konar skrælíngjamál, sem landbúar geti hjalað hver við
annan, en sé ekki boðlegt á embættisbréfum. þarnæst er
þetta beinasti vegur til að spilla málinu; og einkum er
það hörmulegt, hvernig lagamálinu fer aptur með þessari
aðferð. Menn vita þó, að lagamálið, næst sögumálinu, var
hið fullkomnasta og veglegasta í fyrndinni. það er merki-
legt, að á alþíngi 1849 var mikill áhugi á máli þessu,
en 1855 var það bælt niður með undirskriptarmálinu.
Vér höfum þó, eins og mönnum er kunnugt, seinna fengið
því framgengt, að konúngnr skrifi undir hinn íslenzka
texta laganna, og munu Íslendíngar eiga það að þakka
sanngirni og réttsýni þess ráðgjafa, sem nú stjórnar
kirkju- og kennslumálunum. Vér erum sannfærðir um,
að bréfaskriptamálið væri unnið líka, ef alþíng hefði ekki
upp gefizt, en haldið því fram með einurð og þolgæði.
það væri eptir voru áliti hyggindalegt fyrir Islendínga,
að leggjast þetta ekki lengur undir höfuð, heldur leita
réttar síns með hógværð og stillíngu, en þó með allri
þeirri alvöru, sem svo góður málstaður á skilið. Menn
vita nefnilega, að ráðgjafar þeir, sem nú sitja að völdum,
eru frjálslyndir menn, og getum vér því ekki ætlað, að
þeir vili sitja yfir vorum hluta í þessu efni á við sam-