Ný félagsrit - 01.01.1863, Síða 104
104
UM VÖRN VID SOTTUM.
og að hin bezta vöm vib hættum landfarsdttum se góbir
og þriflegir bústa&ir og þrifna&ur innan húss og utan. þab
er á vi& marga lækna. Vér viljum því enda meS einni
grein úr „instrúxi“ hreppstjóranna á íslandi 24. Novbr.
1809, og þeirri ósk, a& hreppstjórar vildi fylgjahenni, og
prestar og bændur 3tyrkja þar til:
„Hreppstjóri áminni almúga i&uglega, hvar hann finnur
þess vib þurfa, til hreinlætis og þrifnafear, utan bæjar sem
innan, einkum í barna þjónustu, fatna&i, matar me&fer&,
peníngs rækt, og til gó&rar *hagnýtíngar alls á búi. í
verplázum er þessa einna mest þörf, og fyrirskipa& í til-
skipun frá 13. Juni 1787, kap. III, § 1; 2. Septbr. 1794
§ 1, hvarfyrir hann og har&lega haldi almenníngi til aö
afleggja þau andstyggilegu forasöl'n fyrir framan bæi, sem
gjörir a&komu þángaö jafnvi&urstyggilega og veru óheil-
næma í húsum, sem í hitum, og þá vindur ber á bæinn,
fyliast me& dráplegum ódauni og óholiustu dömpum, en
þeir, sem finna nokkuÖ gott vi& þvílík forasöfn til ábur&ar,
áminnist um a& hafa þau afsí&is frá bænum, einkum ne&an-
hallt vi& fjóshauga, svo þar í sigi frjófgandi lögur fyrir
völlinn í regnum frá haugnum, og þvílík söfn ver&i miklu
drjúgari og nytsamari.0 — Hér er því eins og optar, a&
ekki vantar reglurnar, ef embættismenn og alþý&a téti ekki
sitt vanta, a& fylgja þeim.
Nú höfum vér fari& nokkrum or&um um, hversu ill húsa-
kynni ogóþrifna&ur inni ogúti vi&geti valdi& sóttum ogsjúk-
dómum, en ekki kve&ur minna a& þessu me& óþrifna& á sjálfum
sér. Svo er nú t. a. m. þegar ma&ur þvær sér hvorki um andlit
né hendur, nema kannske á helgum og stórhátí&um, og þá úr
hlandi. þ>a& getur veri&, a& andliti& geti bori& af þetta óhrein-
læti, en þó er augnveiki mjög almenn á Islandi, og er ekki
ólíklegt, a& sumt af henni komi af þvottaleysi; svo mikiö