Ný félagsrit - 01.01.1863, Blaðsíða 139
DM STJORN.
139
margra alda skarS, sem ln'r verfcr í Gy&íngasögu, hefir
Brandr biskup tekift þá Alexandrssögu,' sem hann vissi
fyllsta, en þaö er saga Philipps Gautiers, eöa Galterus,
sem liföi á Frakklandi á 12. öld ofanverÖri, og ritaÖ hefir
Alexandrssögu í ljóöum á Iatínu, og heitir Alexandreis.
Galterus þessi var mjög frægr meöal klerka á miööld-
unum, og bök hans var höfö til kenslu í skólum. Hans
er getiÖ í Ifrólfs sögu kraka. Gillermus erkibiskup, sem
Galterus eignaöi rit sitt, andaöist 1201, í kvæöinu er og
talaö um víg Tómasar erkibiskups Becket frá Kantaraborg,
sem nýoröiö, en þaö varÖ 29. Decbr. 1170. Af þessu má
ráöa um aldr kvæöisins. þ>essa sögu hefir Unger gefiö tít
fyrir 15. árum, og kallaö hana norska, og eru þó skýlaus
orö fyrir því, aÖ hún er eptir Brand, og er einn partr
eör miöhlutinn af GyÖíngasögum hans.
Eptir Alexandrs sögu taka viö Makkabea sögurnar;
sögunum um Nehemias og Esdra hefir þýöandinn sleppt.
þýÖandinn hefir hér fylgt fyrstu Makkabeabók dt í gegn,
en sagt frá fyllra, og aukiö sögu sína eptir Josephus
sagnaritara. En 1. Makk. endar meö vígi Símons og
Jonathas sonar hans. þar sem samskeytin verÖa segir
hann: „Nú eru mörg þau stórtíÖindi um verk Jóhannis
ok hans forellra, bæÖi konúnga uppreisíngar ok aörir
bardagar, at eigi standa í þessi bók. þessi Jóhannes var
kallaör Hircanus, því at hann hafÖi sigrat þær þjóöir, er
Hircani eru kallaöir; hann tók allan arf eptir feör sinn,
bæöi kennimanns nafn og hertogadóm; Josephus hinn
fróöi segir hann hafa veriö fyrirmann allra annara í
fjórum hlutum: siÖarhaldi kennimannsskapar, skörugleik
hertogadæmis, vitjan spáleiksanda, ríkleika gulls og silfrs.“
Síöan heldr hann fram sögunni um .Jóhannes Hircanus og
Aristobulos, og eptirfylgjandi konúnga, allt samhljóöa Jo-