Ný félagsrit - 01.01.1863, Side 155
ISLEJNZK M/U, * þlINGI DAiNA.
155
íest raeb lagabobi, sem kom út 24. April 1860. Á al-
|)íngi 1861 voru samþykktar bænarskrár, sem beiddu um:
1, ab þeim embættismönnum á íslandi, er þiggja laun sín
úr ríkissjóbi, vevbi veitt fullt jafnrétti í Iaunum vib sam-
kynja embættismenn í Danmörku; og 2, ab þessi launa-
bót verbi veitt frá byrjun Aprils 1862. þó varb engu
framgengt um þetta þab árib, og leib svo allt ríkisþíng-
hald til enda veturinn eptir; en í vetur á fnndi 8. No-
vembr. (1862) skýrbi forseti frá, ab lögstjórnarrábgjafinn
ætlabi ab bera upp lagafrumvarp um launabót handa
nokkrum embættismönnum á Islandi, en á fundi 10. No-
vembr. lagbi rábgjafinn frumvarpib fram, og vísabi í fám
orbum til þess, sem skýrt var frá í ástæbum stjórnarinnar.1
þegar frumvarp þetta kom til fyrstu umræbu á fólks-
þínginu 19. November, varb fyrstur til máls
Tscherning ofursti, og mælti: „þar er enginn efi
á, ab stjórninni er þörf á ab geta aukib laun manna á
Islandi, en á hinu getur leikib efi, hvort þab sé rétt nú
á þessari stundu ab auka þau meb fast ákvebnum vib-
bótum, eba hvort ekki muni réttara, ab veita stjórninni
svo mikla penínga ab upphæb, sem allar þessar launa-
bætur yrbi ab samtöldu, svo ab stjórnin gæti útbýtt
þessum sjóbi til embættismannanna, þángab til sá tími
kemur, ab fjárhagsabskilnabur verbur milli konúngsríkisins
og Islands, eins og til stendur. Ef svo væri farib ab, þá
mundi hib íslenzka löggjafarvald, sem þá kemur í Ijós,
eiga hægra meb ab koma þessu máli fyrir svosem því
*) frumvarp stjórnarinnar og ástæftur eru prentaðar á íslenzku í
Tíí)indum um stjórnarmálefni Islands I. (níunda hepti), bls.
645 — 653; þar er og í stuttu máli skýrt frá, hver breytíng var^
á frumvarpi þessu á ríkisþínginu.