Árrit Prestaskólans - 01.01.1850, Side 5
pirstaskólaiis.
5
að hætta við fiað að sinni, og einúngis leiða hugann
að {iví, að sje nú svo, sem allir skynsamir menn
munu játa, að almenn menntan sje mjög svo áríð-
andi, ekki síður í þessu landi en í hverju öðru, nema
fremur sje, þá liggur af sjálfu sjer í augum uppi,
að hún einkanlega verður að vera ómissandi fyrir
prestastjettina, því naumast geta menn ímyndað sjer
nokkuð óyndislegra eður öfugra, en ef sá skyldi
prestur vera, sem að menntun eður rjettri skoðun á
heiminum og mannlífinu, ekki gæti samboðið þekk-
íngu og andlegri nauðþurft safnaðar síns, og það
væri öldúngis gagnstætt sjálfu sjer, að æskja al-
mennrar menntunar, en liirða þó ekki um að efla
liana meðal prest.astjettarinnar. Jetta verður nú
augljósara, er vjer gætum þess, að engin stjett
stendur í svo iðuglegum viðskiptum og svo nánu
sambandi við almenning, þar eð presturinn bæði í
andlegum og veraldlegum efnum hefur svo margt
saman að sælda við söfnuðinn, og getur því, með
svo mörgu móti, látið Ijós sitt lýsa fyrir öðrum, ef
hann á annað borð er menntaður; og köllum vjer
það ei fulla menntun, þó hann sje einúngis bóklærð-
ur, ef hann ei jafnframt er greindur og gætinn í öllu,
sem snertir skyldu hans hæði í veraldlegan og and-
legan máta, og lætur sjer ástand safnaðarins að
öllu leyti liggja á hjarta; öllum sóknarbörnum sín-
um á hann að vera sein faðir; hann þekkir alla, svo
ólíkir sem þeir eru, og það sem hann leitast við að
læra, er einkum það, hvernig hann geti orðið þeim
öllum að einhverju liði, með því aö leiða sannleik-
ann fyrir sjónir með ýmsu móti, og efla þann hugs-
unarhátt í sókn sinni, sein hann ætlar líklegastann
til eflingar liinu góða, bæði í hugarfari og verki,
bæði í andlegu og veraldlegu. Menntaður maður
veit, að lífið á ekki að skoðast í pörtum, lieldur eins